Golf

Fabian Gomez sterkastur á St. Jude Classic

Gomez á lokahringnum í gær.
Gomez á lokahringnum í gær. Getty.
Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á St. Jude Classic sem kláraðist í gær en þetta er fyrsti sigur þessa 36 ára gamla Argentínumanns á PGA-mótaröðinni.

Gomez var jafn Englendingnum Greg Owen fyrir lokahringinn á níu höggum undir pari en fáir léku betur á lokahringnum og Gomez sigraði að lokum með fjórum höggum á 13 undir pari.

Þegar að fréttamenn spurðu hann eftir hringinn hver hefði verið lykillinn að sigrinum var Gomez fljótur að benda á teighöggin en hann hitti mjög margar brautir þrátt fyrir sterka vinda sem léku um TPC Southwind völlinn.

Greg Owen endaði í öðru sæti á níu höggum undir pari en Phil Mickelson deildi þriðja sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum á átta höggum undir pari.

Fyrir sigurinn fær Fabian Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×