Þyrlur hafa verið notaðar við leitina, sem þó hefur gengið heldur erfiðlega, enda aðstæður slæmar. Þá er enn óljóst hversu mörg dýr ganga laus eftir að þau flúðu dýragarð sem gereyðilagðist í flóðinu.
Fjölmargir misstu heimili sín í flóðinu og eru þúsundir án vatns og rafmagns. Tjónið er mikið, en það er metið á um tíu milljónir dollara, eða rúman milljarð íslenskra króna.
Í Tbilisi búa 1,2 milljónir manna og rennur áin Vere í gegnum miðbæ borgarinnar.






