Með þessum árangri og glæsilegu bætingu er Hulda kominn upp í sæti númer 73 á heimslistanum og hún er jafnframt númer 44 á Evrópulistanum innanhúss 2015.
Hulda er nú þriðji besti stangarstökkvari kvenna á Íslandi frá upphafi en aðeins Þórey Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir eiga betri árangur.
Lágmarkið til fá þátttökurétt á HM í Kína seinna í sumar er 4,50 metra. Hulda hefur sýnt óbilandi þrautseigju og vinnusemi í miklu mótlæti sem hún hefur tekist á við undanfarin þrjú ár vegna þrálátra meiðsla. Nú er hún loksins að uppskera.
Næsta stóra verkefni Huldu er í Gautaborg á föstudagskvöld og sunnudag þar sem hún keppir á móti bestu stangarstökkvurum Svía, Norðmanna og Finna á VU spelen.
Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr ÍR stökk 3,70 metra í kvöld og Glódís Guðgeirsdóttir úr Breiðabliki stökk 3,40 metra á mótinu í kvöld en það er nýtt persónulegt met.
