Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 15:15 Þorsteinn Már á fullri ferð í leik gegn ÍBV. vísir/stefán Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira