„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 23:16 Stefán segir að af þeim sjö sem hafi skráð sig í einstaklingsflokkinn hafi þrír bugast á leiðinni. Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“ Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum. Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina. „En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar. „Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“ Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum. „Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“ Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015 Wow Cyclothon Tengdar fréttir Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21 "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13 Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon Mikil spenna á lokametrunum í WOW Cyclothon. 25. júní 2015 07:36 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“ Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum. Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina. „En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar. „Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“ Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum. „Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“ Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21 "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13 Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon Mikil spenna á lokametrunum í WOW Cyclothon. 25. júní 2015 07:36 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21
"Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56