Sprengitoppar í fjölda ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 12:01 Skemmtiferðaskipið Splendida í Sundahöfn í gær en það kom til Ísafjarðar í morgun. Um 4600 manns ferðast með skipinu. vísir/andri marinó Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10