„2.500 ræður um fundarstjórn forseta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 11:50 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06