99 prósent líkur á því að Aldridge fari frá Portland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2015 13:45 LaMarcus Aldridge. Vísir/Getty LaMarcus Aldridge, einn besti stóri framherji NBA-deildarinnar, og leikmaður Portland Trail Blazers undanfarin níu tímabil, er á förum frá félagi samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Aldridge er að renna út á samningi og það er ekki búist við því að hann skrifi undir nýjan samning við Portland Trail Blazers þar sem hann var með 23,4 stig og 10,2 fráköst að meðaltali í leik á nýloknu timabili.Heimildarmaður ESPN segir að það séu 99 prósent líkur á því að Aldridge yfirgefi Portland og semji við annað félag í NBA-deildinni. Þau félög sem eiga möguleika á því að ná samningum við LaMarcus Aldridge eru San Antonio Spurs, Los Angeles Lakers, New York Knicks, Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Heimildir ESPN-blaðamannanna Marc Stein og Chris Broussard herma að mestar líkur séu á því að hann semji við San Antonio Spurs en félagið þarf þá að finna leiðir til að koma góðum samningi hans undir launaþakið um leið og að ná því að framlengja við þá Tim Duncan og Manu Ginobili. LaMarcus Aldridge spilaði körfubolta í háskóla í Austin í Texas-fylki sem er ekki langt frá San Antonio og þá er vitað að hann sé mjög spenntur að fá tækifæri til að spila fyrir Gregg Popovich, þjálfara Spurs-liðsins. Los Angeles Lakers telur sig eiga möguleika á því að semja við Aldridge en hann býr í LA þegar hann er í fríi frá körfuboltanum. Fyrir draumóramenn í Cleveland þá væri möguleiki á því að næla í LaMarcus Aldridge en aðeins með því að semja fyrst við Kevin Love og skipta síðan á þeim Aldridge og Love. Love er ættaður frá Oregon þar sem Portland Trail Blazers hefur aðsetur. Það eru því margir möguleikar í stöðunni og því spennandi að sjá hvar LaMarcus Aldridge spilar á næsta tímabili. Hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar og því mikill styrkur fyrir hvaða lið sem er í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
LaMarcus Aldridge, einn besti stóri framherji NBA-deildarinnar, og leikmaður Portland Trail Blazers undanfarin níu tímabil, er á förum frá félagi samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Aldridge er að renna út á samningi og það er ekki búist við því að hann skrifi undir nýjan samning við Portland Trail Blazers þar sem hann var með 23,4 stig og 10,2 fráköst að meðaltali í leik á nýloknu timabili.Heimildarmaður ESPN segir að það séu 99 prósent líkur á því að Aldridge yfirgefi Portland og semji við annað félag í NBA-deildinni. Þau félög sem eiga möguleika á því að ná samningum við LaMarcus Aldridge eru San Antonio Spurs, Los Angeles Lakers, New York Knicks, Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Heimildir ESPN-blaðamannanna Marc Stein og Chris Broussard herma að mestar líkur séu á því að hann semji við San Antonio Spurs en félagið þarf þá að finna leiðir til að koma góðum samningi hans undir launaþakið um leið og að ná því að framlengja við þá Tim Duncan og Manu Ginobili. LaMarcus Aldridge spilaði körfubolta í háskóla í Austin í Texas-fylki sem er ekki langt frá San Antonio og þá er vitað að hann sé mjög spenntur að fá tækifæri til að spila fyrir Gregg Popovich, þjálfara Spurs-liðsins. Los Angeles Lakers telur sig eiga möguleika á því að semja við Aldridge en hann býr í LA þegar hann er í fríi frá körfuboltanum. Fyrir draumóramenn í Cleveland þá væri möguleiki á því að næla í LaMarcus Aldridge en aðeins með því að semja fyrst við Kevin Love og skipta síðan á þeim Aldridge og Love. Love er ættaður frá Oregon þar sem Portland Trail Blazers hefur aðsetur. Það eru því margir möguleikar í stöðunni og því spennandi að sjá hvar LaMarcus Aldridge spilar á næsta tímabili. Hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar og því mikill styrkur fyrir hvaða lið sem er í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira