Gagnrýna yfirtöku bankanna á sparisjóðum: „Það setur að mér hroll“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 15:04 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar um framferði bankanna. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, furða sig á því hvernig verkferlar voru í tengslum við þrjá stóra samruna banka og sparisjóða að undanförnu. Þau gagnrýndu ferlin harðlega í umræðum á Alþingi í dag og kalla eftir skoðun á yfirtökum stóru bankanna eins og þau kjósa að kalla það. „Á örfáum vikum hafa bankarnir þrír hirt upp af götunni og sporðrennt þremur af stærstu sparisjóðunum. Þetta byrjaði með Sparisjóð Vestmannaeyja, Afl var tekinn næst og nú um síðustu helgi Sparisjóður Norðurlands,“ sagði Össur.Sjá einnig: Landsbankinn vinnur að samruna bankans og Sparisjóðs Norðurlands „Það er með ólíkindum hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar, ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá.“ Össur spurði hvar Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið væru staðsett í ferlinu. Samrunarnir sem um ræða eru samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja, Afls sparisjóðs við Arion banka og Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands.Bankarnir ryðja burt mögulegum keppinautum„Bankarnir fá þá ókeypis eins og hefur komið fram í svari hæstvirts fjármálaráðherra við fyrirspurn minni varðandi Landsbankann og Sparisjóð Vestmannaeyja. Landsbankinn fær greitt með honum hundruði milljóna í formi yfirfæranlegs skattalegs taps.“ Fyrirspurn Össurar og svar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, má sjá hér. Fyrirspurn Össurar hvað varðar Afl sparisjóð er enn ósvarað.Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson á góðri stundu.vísir/vilhelmHann sagði þó mestu skipta fyrir neytendur að með þessu athæfi væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni. „Sparisjóðabankinn hefði með þessu orðið eina mótvægið við þá.“Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Össur telur að efnhags- og skattnefnd þingsins þurfi að rannsaka hvernig málið er vaxið, ef ekki sú nefnd þá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Hér er ekki góður ilmur af því hvernig bankarnir hafa hagað sér.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir tók undir orð Össurar og sagði hún bankana ásælast sparisjóðina. Hún gagnrýndi hvernig ferlið virðist ganga án þess að Fjármálaeftirlitið né Samkeppniseftirlitið sinni lögbundnu hlutverki sínu.Segir allt stefna í sama einsleita bankakerfið og 2007 „Fjármálaeftirlitið lýsir því yfir að það samþykki og sjái ekki ástæðu til annars. Það er hins vegar að sjálfsögðu í þessu ferli verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Það er verið að beina öllum að hinum stóru bönkunum, þessum þremur plús að nú varð til enn einn samruninn, MP banka og Straums.“ Hún telur einnig að þetta kalli á skoðun. „Það hlýtur að vera okkur öllum áhyggjuefni að fá álíka einsleitt bankakerfi og hér var í aðdraganda hruns,“ sagði Ragnheiður. „Það kallar á að fjármálaeftirlitið fari verulega ofan í saumana á þessari yfirtöku, því ekki er um samruna að ræða, og skoði nákvæmlega í hverju hún er fólgin. Og af hvejru ekki var hægt að verða við óskum erlendra fjárfesta sem vildu taka yfir.“ Ragnheiður sagði það hljóta að klingja einhverjum bjöllum fyrir þá sem voru þingmenn þegar efnahagshrunið varð í hvaða átt bankakerfið stefnir. „Virðulegi forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“ Alþingi Tengdar fréttir Lokaði reikningum sínum vegna yfirtöku Arion Róbert Guðfinnsson komst að því að hann gat ekki tekið eignir sínar út úr bankanum. 8. júní 2015 14:48 Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, furða sig á því hvernig verkferlar voru í tengslum við þrjá stóra samruna banka og sparisjóða að undanförnu. Þau gagnrýndu ferlin harðlega í umræðum á Alþingi í dag og kalla eftir skoðun á yfirtökum stóru bankanna eins og þau kjósa að kalla það. „Á örfáum vikum hafa bankarnir þrír hirt upp af götunni og sporðrennt þremur af stærstu sparisjóðunum. Þetta byrjaði með Sparisjóð Vestmannaeyja, Afl var tekinn næst og nú um síðustu helgi Sparisjóður Norðurlands,“ sagði Össur.Sjá einnig: Landsbankinn vinnur að samruna bankans og Sparisjóðs Norðurlands „Það er með ólíkindum hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar, ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá.“ Össur spurði hvar Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið væru staðsett í ferlinu. Samrunarnir sem um ræða eru samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja, Afls sparisjóðs við Arion banka og Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands.Bankarnir ryðja burt mögulegum keppinautum„Bankarnir fá þá ókeypis eins og hefur komið fram í svari hæstvirts fjármálaráðherra við fyrirspurn minni varðandi Landsbankann og Sparisjóð Vestmannaeyja. Landsbankinn fær greitt með honum hundruði milljóna í formi yfirfæranlegs skattalegs taps.“ Fyrirspurn Össurar og svar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, má sjá hér. Fyrirspurn Össurar hvað varðar Afl sparisjóð er enn ósvarað.Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson á góðri stundu.vísir/vilhelmHann sagði þó mestu skipta fyrir neytendur að með þessu athæfi væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni. „Sparisjóðabankinn hefði með þessu orðið eina mótvægið við þá.“Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Össur telur að efnhags- og skattnefnd þingsins þurfi að rannsaka hvernig málið er vaxið, ef ekki sú nefnd þá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Hér er ekki góður ilmur af því hvernig bankarnir hafa hagað sér.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir tók undir orð Össurar og sagði hún bankana ásælast sparisjóðina. Hún gagnrýndi hvernig ferlið virðist ganga án þess að Fjármálaeftirlitið né Samkeppniseftirlitið sinni lögbundnu hlutverki sínu.Segir allt stefna í sama einsleita bankakerfið og 2007 „Fjármálaeftirlitið lýsir því yfir að það samþykki og sjái ekki ástæðu til annars. Það er hins vegar að sjálfsögðu í þessu ferli verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Það er verið að beina öllum að hinum stóru bönkunum, þessum þremur plús að nú varð til enn einn samruninn, MP banka og Straums.“ Hún telur einnig að þetta kalli á skoðun. „Það hlýtur að vera okkur öllum áhyggjuefni að fá álíka einsleitt bankakerfi og hér var í aðdraganda hruns,“ sagði Ragnheiður. „Það kallar á að fjármálaeftirlitið fari verulega ofan í saumana á þessari yfirtöku, því ekki er um samruna að ræða, og skoði nákvæmlega í hverju hún er fólgin. Og af hvejru ekki var hægt að verða við óskum erlendra fjárfesta sem vildu taka yfir.“ Ragnheiður sagði það hljóta að klingja einhverjum bjöllum fyrir þá sem voru þingmenn þegar efnahagshrunið varð í hvaða átt bankakerfið stefnir. „Virðulegi forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“
Alþingi Tengdar fréttir Lokaði reikningum sínum vegna yfirtöku Arion Róbert Guðfinnsson komst að því að hann gat ekki tekið eignir sínar út úr bankanum. 8. júní 2015 14:48 Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Lokaði reikningum sínum vegna yfirtöku Arion Róbert Guðfinnsson komst að því að hann gat ekki tekið eignir sínar út úr bankanum. 8. júní 2015 14:48
Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45
Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51