Prófessor segir Framsókn bera flest einkenni þjóðernispopúlisma Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2015 12:41 Leiðtogablæti, trúin á sterkan og innblásinn leiðtoga, er eitt þeirra atriða sem skilgreina þjóðernispopúlisma, að sögn Eiríks Bergmanns. visir/vilhelm/gva „Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“ Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira