Europol hefur sett á fót sérstakt lögregluteymi sem ætlað er að berjast gegn áróðri Íslamska ríkisins á netinu.
Teyminu er ætlað að finna þá sem stjórna aðgerðum samtakanna á samfélagsmiðlum, meðal annars þá sem sjá um að dæla um 100 þúsund skilaboðum á dag á samskiptasíðuna Twitter af 45 til 50 þúsund mismunandi notendareikningum.
Teymið hefur störf 1. júlí næstkomandi og mun vinna með fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla á netinu. Europol hefur ekki viljað gefa upp hvaða fyrirtæki hafa samþykkt að vinna með teyminu.
Europol ræðst gegn ISIS á samfélagsmiðlum
Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Mest lesið





Engin röð á Læknavaktinni
Innlent



Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent


Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent