Varadómari settur á leiki til að koma í veg fyrir fleiri stór mistök Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 11:00 Það hjálpar ekki einbeitingu aðstoðardómara að þurfa einnig að sjá um bekkina, segir dómarastjóri KSÍ. vísir/stefán Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira