Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 18:36 Davíð Smári Lamude og hans menn í Vestra eiga fyrir höndum stærsta leikinn í sögu félagsins. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53