KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. ágúst 2025 15:30 Gul spjöld gefa ekki sjálfkrafa bann, en rauð spjöld setja menn í sjálfkrafa bann. Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. Mega spila þrátt fyrir spjaldasöfnun Mýmörg dæmi eru um að leikmenn eigi að vera komnir í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, en fái að spila næsta leik á eftir vegna þess að hann lendir á undan þriðjudagsfundinum. Afturelding mátti til dæmis spila þeim Hrannari Snæ Magnússyni og Bjarti Bjarma Barkarsyni í leik gegn KR þarsíðasta mánudag, þrátt fyrir að þeir hafi báðir fengið sitt fjórða gula spjald í leik gegn Vestra á miðvikudeginum áður. Sömuleiðis mátti Stjarnan spila Guðmundi Baldvin Nökkvasyni gegn Víkingi á sunnudag, þrátt fyrir að hann hafi fengið sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta miðvikudag. Guðmundur fékk svo sitt fimmta spjald í Víkingsleiknum en verður ekki úrskurðaður í bann fyrr en á eftir, þegar aga- og úrskurðarnefnd kemur saman. Guðmundur Baldvin hló að gulu spjöldunum og spilaði samt. Hann fékk svo annað gult spjald í næsta leik. vísir / diego Guðmundur mætti spila í kvöld, ef Stjarnan ætti leik, vegna þess að bannið mun ekki taka formlega gildi fyrr en í hádeginu á morgun. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke vakti athygli á því í pistli sínum „Getum við stigið inn í nútímann?“ sem birtist á Fótbolti.net í gær. Þá er einnig áhugavert að liðsfélagi Guðmundar, Þorri Mar Þórisson, fékk rautt spjald í sama leik gegn Víkingi og var sjálfkrafa úrskurðaður í bann. Sama gildir ekki um uppsöfnuð gul spjöld og rauð spjöld. KSÍ með nýtt kerfi og ekki á móti breytingum Vísir ræddi við lögfræðing KSÍ, Axel Kára Vignisson, sem segir breytingu á þessum reglum ekki standa til og sú breyting þyrfti að fara fram á ársþingi KSÍ. Stjórnin megi vissulega gera reglugerðarbreytingar en venjan hafi verið sú að stórar breytingar séu gerðar á ársþinginu. Þá segir Axel einnig að sjálfkrafa bönn vegna uppsafnaðra spjalda séu ekki framkvæmanleg að svo stöddu, en nýtt tölvukerfi verði tekið upp í haust. „Við erum að taka upp nýtt kerfi í haust, sem ég held og mér sýnist að gæti séð um þetta, en auðvitað þarf reglugerðarbreytingu til og það hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið á ársþinginu. Félögin hafa það í sinni hendi að breyta reglunum. Auðvitað breytir stjórnin líka reglum af og til en það hefur verið lenskan hjá okkur að stærri breytingar hafa verið á þinginu. Það er ekkert formlega farið af stað en auðvitað er bara allt til skoðunar sem getur verið til bóta“ segir Axel. Ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári, þannig að það yrði í fyrsta lagi á næsta tímabili sem bönnin yrðu sjálfvirk. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða fyrir næsta tímabil, hvort það sé vilji til að breyta þessu og þá held ég að það sé enginn hérna hjá KSÍ sem muni standa í vegi fyrir því“ segir Axel. Axel Kári Vignisson tók til starfa sem lögfræðingur KSÍ fyrr á árinu.KSÍ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Mega spila þrátt fyrir spjaldasöfnun Mýmörg dæmi eru um að leikmenn eigi að vera komnir í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, en fái að spila næsta leik á eftir vegna þess að hann lendir á undan þriðjudagsfundinum. Afturelding mátti til dæmis spila þeim Hrannari Snæ Magnússyni og Bjarti Bjarma Barkarsyni í leik gegn KR þarsíðasta mánudag, þrátt fyrir að þeir hafi báðir fengið sitt fjórða gula spjald í leik gegn Vestra á miðvikudeginum áður. Sömuleiðis mátti Stjarnan spila Guðmundi Baldvin Nökkvasyni gegn Víkingi á sunnudag, þrátt fyrir að hann hafi fengið sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta miðvikudag. Guðmundur fékk svo sitt fimmta spjald í Víkingsleiknum en verður ekki úrskurðaður í bann fyrr en á eftir, þegar aga- og úrskurðarnefnd kemur saman. Guðmundur Baldvin hló að gulu spjöldunum og spilaði samt. Hann fékk svo annað gult spjald í næsta leik. vísir / diego Guðmundur mætti spila í kvöld, ef Stjarnan ætti leik, vegna þess að bannið mun ekki taka formlega gildi fyrr en í hádeginu á morgun. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke vakti athygli á því í pistli sínum „Getum við stigið inn í nútímann?“ sem birtist á Fótbolti.net í gær. Þá er einnig áhugavert að liðsfélagi Guðmundar, Þorri Mar Þórisson, fékk rautt spjald í sama leik gegn Víkingi og var sjálfkrafa úrskurðaður í bann. Sama gildir ekki um uppsöfnuð gul spjöld og rauð spjöld. KSÍ með nýtt kerfi og ekki á móti breytingum Vísir ræddi við lögfræðing KSÍ, Axel Kára Vignisson, sem segir breytingu á þessum reglum ekki standa til og sú breyting þyrfti að fara fram á ársþingi KSÍ. Stjórnin megi vissulega gera reglugerðarbreytingar en venjan hafi verið sú að stórar breytingar séu gerðar á ársþinginu. Þá segir Axel einnig að sjálfkrafa bönn vegna uppsafnaðra spjalda séu ekki framkvæmanleg að svo stöddu, en nýtt tölvukerfi verði tekið upp í haust. „Við erum að taka upp nýtt kerfi í haust, sem ég held og mér sýnist að gæti séð um þetta, en auðvitað þarf reglugerðarbreytingu til og það hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið á ársþinginu. Félögin hafa það í sinni hendi að breyta reglunum. Auðvitað breytir stjórnin líka reglum af og til en það hefur verið lenskan hjá okkur að stærri breytingar hafa verið á þinginu. Það er ekkert formlega farið af stað en auðvitað er bara allt til skoðunar sem getur verið til bóta“ segir Axel. Ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári, þannig að það yrði í fyrsta lagi á næsta tímabili sem bönnin yrðu sjálfvirk. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða fyrir næsta tímabil, hvort það sé vilji til að breyta þessu og þá held ég að það sé enginn hérna hjá KSÍ sem muni standa í vegi fyrir því“ segir Axel. Axel Kári Vignisson tók til starfa sem lögfræðingur KSÍ fyrr á árinu.KSÍ
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira