Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2015 14:21 Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Vísir/Stefán Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45