Vonbrigði að ekki standi til að afnema toll á matvæli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júlí 2015 12:20 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra um afnám tolla á vörur aðrar en matvæli. VÍSIR/VILHELM Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét. Alþingi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét.
Alþingi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira