Fyrr í vikunni voru dómskjöl gerð opinber úr máli frá 2006, þar sem Cosby viðurkenndi að hafa byrlað konu lyf til þess að hafa við hana mök. Samið var um niðurstöðu málsins utan dómstóla og voru málsgögnin innsigluð. AP fréttaveitan höfðaði mál til að láta gera gögnin opinber sem var gert að hluta til.
Andrea Constand segir nú að lögmenn Cosby hafi brotið gegn skilmálum samkomulagsins og vill að vitnisburður Cosby í heild sinni verði gerður opinber. Cosby svaraði 50 spurningum um lífstíl sín, eiturlyfjanotkun.
Cosby hefur ekki verið ákærður og flest af þeim brotum sem hann hefur verið sakaður um eru fyrnd. Hann hefur ávallt neitað þessum sökum.