Afhjúpun dómsskjala vendipunktur í Cosby-málum Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 23:30 Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Vísir/Getty Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er. Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er.
Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12
Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03