Fótbolti

Barcelona hættir við að kaupa Pogba

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba gæti engu að síður yfirgefið Juventus.
Paul Pogba gæti engu að síður yfirgefið Juventus. vísir/getty
Josep Bartomeu, forseti Spánarmeistara Barcelona, segir að Katalóníufélagið sé hætt við að kaupa franska miðjumanninn Paul Pogba.

Börsungar hafa verið mjög áhugsamir um að landa Frakkanum í sumar og hefur það hingað til verið kosningaloforð bæði Bartomeu og Laporta, forsetaframbjóðenda.

Juventus hafnaði 80 milljóna evra tilboði Barcelona í leikmanninn í síðustu viku og ætla Spánarmeistararnir ekki að gera nýtt tilboð í hann að sögn forsetans.

„Við munum ekki kaupa Pogba í ár. Hann er ekki í okkar plönum fyrir næstu leiktíð,“ sagði Josep Bartomeu við fréttamenn í gær.

Dragi Barcelona sig úr baráttunni núna gæti liðið misst af því að fá þennan gríðarlega efnilega leikmann í sínar raðir.

Manchester City er nefnilega sagt í enskum miðlum vera að undirbúa stærsta kauptilboð sögunnar í leikmanninn. Þá er Chelsea sagt ætla bjóða 50 milljónir evra og Brasilíumanninn Oscar fyrir Pogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×