Allt tiltækt slökkviliðs var kallað út til að bjarga því sem bjargað varð en þegar upp var staðið var ekki mikið eftir af því sem áður stóð á reitnum. Mikinn reyk lagði af svæðinu og voru íbúar höfuðborgarsvæðisins beðnir um að loka gluggum og kynda vel inni hjá sér.
Húsnæðið sem brann taldi um 8.200 fermetrar og var brunabótamat þess 1,8 milljarðar króna. Að auki urðu vörur og húsgögn eldinum að bráð.
Fjöldi manns safnaðist saman við brunann og fylgdist með slökkvistarfi. Meðal þeirra sem voru á vettvangi má nefna ljósmyndara Vísis, þá Andra Marinó Karlsson, Valgarð Gíslason, Vilhelm Gunnarsson og Daníel Rúnarsson og má sjá nokkrar myndir frá þeim hér í fréttinni. Einnig má sjá myndbönd sem tekin voru af eldinum.