Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2015 18:31 Lúsmý hefur herjað á íbúa á suðvestur horni landsins. Stofn örsmáu lúsmýflugunnar sem hefur gert vart við sig hér á landi að undanförnu virðast vera ansi bitglaður að sögn Yrsu Bjartar Löve, ofnæmislæknis. „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi.“ Yrsa ræddi þennan nýja sumargest í Reykjavík síðdegis í dag og útskýrði hvers vegna viðbrögð mannfólks við bitinu eru þau sem raun ber vitni en rétt eins og Fréttablaðið hefur greint frá fá þeir sem bitnir eru rauðar bólur sem bólgna upp og mikinn kláða. „Þetta eru nú að flestu leyti sömu viðbrögð og þegar fólk er stungið af moskító og öðru mýkyns. Það á sér stað þarna þegar mýið stingur þá losar það ákveðin efni sem er nú eiginlega blóðþynnandi efni sem hefur þau áhrif að raninn stíflast ekki þegar flugan reynir að sjúga til sín blóð. Þessi efni eru mjög ertandi, vekja upp mjög staðbundin bólguviðbrögð og losa sömu boðefni og við ofnæmisviðbrögð. Fólk fær bólgu á staðinn og þennan mikla kláða vegna þess að þetta hefur áhrif á sama hátt og við ofnæmisviðbrögð. Þetta er ekki hefðbundið ofnæmi en hefur svipuð áhrif.“Sjá einnig: Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Yrsa segir þó engar ástæður til að hafa áhyggjur þrátt fyrir að fólk geti verið mikið bitið, bitin valdi fyrst og fremst óþægindum en hæpið sé að þetta geti verið hættulegt. „Yfirleitt er þetta náttúrulega ekki það mikið þannig að þetta valdi einhverjum alvarlegum veikindum. En það getur fylgt þessu, ef þetta er svona gríðarlega útbreidd bólguviðbrögð, þá fræðilega séð getur maður upplifað ansi mikinn slappleika með þessu.“Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar mýið.Vísir/ErnirÝmislegt er hægt að gera til að bregðast við eftir að maður hefur verið bitinn. „Hægt er að gefa fólki ofnæmistöflur og steratöflur og fleira til að slá á þessu óþægindi. Þá gengur þetta yfir á nokkrum dögum, viku eða eitthvað slíkt. Við höfum ýmislegt til ráða. En svo er þetta til vandræða þar sem þetta virðist hafa skotið rótum. Fólki hefur verið úthýst úr eigin sumarhúsum og svo framvegis.“ Yrsa bendir þó á að sýnt hafi verið fram á að mýflugur þessar lifi ekki í roki eða vindi. Því væri hægt að kaupa viftur og setja inn í svefnherbergi í sumarhúsum til dæmis og þá ætti það að halda aftur af því að mý geti þrifist. „Það er ein hugmyndin, hvort það gefst vel veit ég ekki en þetta hefur verið ráðlagt.“Sjá einnig: Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Hún segir hinsvegar lítið um efni í boði sem hægt er að bera á sig til þess að fæla varginn frá. Þau séu þó til erlendis og muni ef til vill verða fáanleg hér á landi ef þetta mý heldur uppteknum hætti. „Þetta mý hefur dálítið langan líftíma. Það er oft þannig með þessa bitvarga að þeir eru einhverjar ákveðnar vikur yfir sumarið eða á vorin eða haustin, hefur sinn líftíma. En mér skilst að þetta tiltekna mý, að minnsta kosti í Skotlandi, sé í loftinu frá vori og fram á haust alveg fram í október. Þetta er dálítið langur tími, kannski hálft árið ef þetta kemur til með að hafa sama líftíma hér og þar.“ Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“ Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Yrsu í heild sinni. Lúsmý Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Stofn örsmáu lúsmýflugunnar sem hefur gert vart við sig hér á landi að undanförnu virðast vera ansi bitglaður að sögn Yrsu Bjartar Löve, ofnæmislæknis. „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi.“ Yrsa ræddi þennan nýja sumargest í Reykjavík síðdegis í dag og útskýrði hvers vegna viðbrögð mannfólks við bitinu eru þau sem raun ber vitni en rétt eins og Fréttablaðið hefur greint frá fá þeir sem bitnir eru rauðar bólur sem bólgna upp og mikinn kláða. „Þetta eru nú að flestu leyti sömu viðbrögð og þegar fólk er stungið af moskító og öðru mýkyns. Það á sér stað þarna þegar mýið stingur þá losar það ákveðin efni sem er nú eiginlega blóðþynnandi efni sem hefur þau áhrif að raninn stíflast ekki þegar flugan reynir að sjúga til sín blóð. Þessi efni eru mjög ertandi, vekja upp mjög staðbundin bólguviðbrögð og losa sömu boðefni og við ofnæmisviðbrögð. Fólk fær bólgu á staðinn og þennan mikla kláða vegna þess að þetta hefur áhrif á sama hátt og við ofnæmisviðbrögð. Þetta er ekki hefðbundið ofnæmi en hefur svipuð áhrif.“Sjá einnig: Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Yrsa segir þó engar ástæður til að hafa áhyggjur þrátt fyrir að fólk geti verið mikið bitið, bitin valdi fyrst og fremst óþægindum en hæpið sé að þetta geti verið hættulegt. „Yfirleitt er þetta náttúrulega ekki það mikið þannig að þetta valdi einhverjum alvarlegum veikindum. En það getur fylgt þessu, ef þetta er svona gríðarlega útbreidd bólguviðbrögð, þá fræðilega séð getur maður upplifað ansi mikinn slappleika með þessu.“Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar mýið.Vísir/ErnirÝmislegt er hægt að gera til að bregðast við eftir að maður hefur verið bitinn. „Hægt er að gefa fólki ofnæmistöflur og steratöflur og fleira til að slá á þessu óþægindi. Þá gengur þetta yfir á nokkrum dögum, viku eða eitthvað slíkt. Við höfum ýmislegt til ráða. En svo er þetta til vandræða þar sem þetta virðist hafa skotið rótum. Fólki hefur verið úthýst úr eigin sumarhúsum og svo framvegis.“ Yrsa bendir þó á að sýnt hafi verið fram á að mýflugur þessar lifi ekki í roki eða vindi. Því væri hægt að kaupa viftur og setja inn í svefnherbergi í sumarhúsum til dæmis og þá ætti það að halda aftur af því að mý geti þrifist. „Það er ein hugmyndin, hvort það gefst vel veit ég ekki en þetta hefur verið ráðlagt.“Sjá einnig: Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Hún segir hinsvegar lítið um efni í boði sem hægt er að bera á sig til þess að fæla varginn frá. Þau séu þó til erlendis og muni ef til vill verða fáanleg hér á landi ef þetta mý heldur uppteknum hætti. „Þetta mý hefur dálítið langan líftíma. Það er oft þannig með þessa bitvarga að þeir eru einhverjar ákveðnar vikur yfir sumarið eða á vorin eða haustin, hefur sinn líftíma. En mér skilst að þetta tiltekna mý, að minnsta kosti í Skotlandi, sé í loftinu frá vori og fram á haust alveg fram í október. Þetta er dálítið langur tími, kannski hálft árið ef þetta kemur til með að hafa sama líftíma hér og þar.“ Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“ Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Yrsu í heild sinni.
Lúsmý Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00