Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 10:30 Gunnar Nelson getur líka barist standandi þó han sé mun betri í gólfinu. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30
Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00
Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00