Guðjón: Þetta var klúður frá upphafi T'omas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 12:58 Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón til Nordsjælland en þar gengu hlutirnir ekki upp fyrir framherjann. vísir/getty „Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira