Vallarstjóri Kópavogsvallar prófar nýja hluti fyrir sjónvarpsleik kvöldsins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:06 Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira