Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2015 21:29 Atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Vísir/AFP Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru. MH17 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru.
MH17 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira