Körfubolti

Fyrrverandi þjálfari Solna Vikings á að stýra Skallagrími upp í Domino's deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skallagrímur stefnir hátt á næstu árum.
Skallagrímur stefnir hátt á næstu árum. mynd/skallagrímur
Spánverjinn Manuel A. Rodríguez er tekinn við liði Skallagríms í 1. deild kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Rodríguez mun stýra Skallagrími í samvinnu við Signýju Hermannsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu, en hún samdi við Borgarnesliðið fyrr í sumar.

Sjá einnig: Signý, Guðrún Ósk og Kristrún í Skallagrím

Rodríguez, sem er 35 ára, þjálfaði Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra en hann hefur mikla reynslu af þjálfun þrátt fyrir ungan aldur. Áætlað er að Rodríguez komi til landsins eftir verslunarmannahelgi.

Skallagrímur ætlar sér stóra hluti í kvennakörfunni en liðið hefur ekki spilað í efstu deild í 40 ár.

Það er þó líklegt til þess að breytast í vetur en Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir eru gengnar til liðs við Borgnesinga og munu þær styrkja liðið gríðarlega.

Skallagrímur keppir við Breiðablik, Njarðvík, Þór Akureyri og Fjölni í 1. deildinni í vetur. Fyrsti leikur Skallagríms er gegn Breiðabliki 17. október.


Tengdar fréttir

Kristrún, Guðrún Ósk og Signý í Skallagrím

Kristrún Sigurjónsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Signý Hermannsdóttir hafa ákveðið að fara allar í Skallagrím í Borgarnesi og hjálpa liðinu að komast upp úr 1. deildinni næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×