Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2015 17:01 Ásdís Hjálmsdóttir vann spjótið í gær og kúlu og kringlu í dag. vísir/anton brink „Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
„Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti