Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra ríkjanna fimm til fundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 12:17 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Pjetur Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu en ríkin fimm gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að búið er að koma á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna í liðinni viku. „Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka að samkomulaginu en stendur til boða að ganga að því síðar. Samkomulagið tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Tilkyning utanríkisráðuneytisins vegna málsins í heild sinni:Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi.Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar hafa m.a. í för með sér að alþjóðleg hafsvæði á Norðurslóðum geta í náinni framtíð orðið aðgengileg fyrir fiskveiðar. Stjórnun og fyrirkomulag slíkra veiða varða Ísland, sem byggir afkomu sína ekki síst á auðlindum sjávar, miklu. Ísland leggur áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla landsins geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði.Mikilvægt er að öll ríki sem hagsmuna eiga að gæta taki þátt í sameiginlegri stefnumótun á Norðurslóðum. Íslandi var ekki boðin aðild að yfirlýsingunni, þrátt fyrir að málefni hafsins skipti Ísland sköpum og Ísland sé meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum. Allt frá því að ríkin fimm hófu samráð sín í milli án þátttöku Íslands, með Ilullisat-yfirlýsingunni frá 2008, hafa íslensk stjórnvöld reglubundið gert athugasemdir við það að Íslandi sé haldið utan við umræður um mikilvæg málefni sem varða Norðurslóðir.Afstaða íslenskra stjórnvalda byggir m.a. á eftirfarandi:Málefni hafsins eru gríðarlega þýðingarmikil fyrir Ísland og Ísland hefur lagt þunga áherslu á svæðisbundið samstarf á traustum vísindalegum grundvelli. Ísland tekur t.a.m. virkan þátt í Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC),Norðvestur Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO) og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og er samningsaðili að úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna sem myndar lagalegan ramma um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, m.a. í Norður Íshafi;Ísland er meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum og ekkert Norðurskautsríkjanna á jafn mikið undir fiskveiðum og Ísland;Ísland viðurkennir að óvissa ríki um framtíðarnýtingu fiskistofna á Norðurslóðum en leggur um leið áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla Íslands geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði;Ísland harmar að þrátt fyrir að hafa ítrekað farið fram á að vera þátttakandi í þessu starfi hafa ríkin fimm afráðið að halda Íslandi utan við samráð og undirbúning að umræddri yfirlýsingu;Þátttaka í viðræðum ríkjanna fimm hefur með réttu ekki verið skilyrt við að ríkin ættu efnahagslögsögu að Norður Íshafinu enda uppfylla hvorki Noregur né Færeyjar slíkar forsendur. Ísland hefur sömu réttindi og skyldur til að taka þátt í öllum viðræðum um framtíðarþróun fiskveiða á alþjóðlegum hafsvæðum í Norður Íshafi og því órökrétt með öllu að útiloka Ísland frá þátttöku;Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi að alþjóðalögum og er ekki gerð á vegum eða í nafni nokkurrar alþjóðastofnunar eða alþjóðasáttmála. Ísland er því óbundið af þessari yfirlýsingu en telur að nauðsynlegt sé að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, þ.m.t. í Norður Íshafi.Íslensk stjórnvöld munu áfram leggja áherslu á að þekking og reynsla Íslendinga á fiskveiðum í norðurhöfum nýtist við framtíðarstefnumótun í þeim málum og að Ísland sé viðurkenndur þátttakandi í samráði ríkjanna á jafnréttisgrundvelli. Tengdar fréttir Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu en ríkin fimm gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að búið er að koma á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna í liðinni viku. „Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka að samkomulaginu en stendur til boða að ganga að því síðar. Samkomulagið tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Tilkyning utanríkisráðuneytisins vegna málsins í heild sinni:Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi.Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar hafa m.a. í för með sér að alþjóðleg hafsvæði á Norðurslóðum geta í náinni framtíð orðið aðgengileg fyrir fiskveiðar. Stjórnun og fyrirkomulag slíkra veiða varða Ísland, sem byggir afkomu sína ekki síst á auðlindum sjávar, miklu. Ísland leggur áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla landsins geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði.Mikilvægt er að öll ríki sem hagsmuna eiga að gæta taki þátt í sameiginlegri stefnumótun á Norðurslóðum. Íslandi var ekki boðin aðild að yfirlýsingunni, þrátt fyrir að málefni hafsins skipti Ísland sköpum og Ísland sé meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum. Allt frá því að ríkin fimm hófu samráð sín í milli án þátttöku Íslands, með Ilullisat-yfirlýsingunni frá 2008, hafa íslensk stjórnvöld reglubundið gert athugasemdir við það að Íslandi sé haldið utan við umræður um mikilvæg málefni sem varða Norðurslóðir.Afstaða íslenskra stjórnvalda byggir m.a. á eftirfarandi:Málefni hafsins eru gríðarlega þýðingarmikil fyrir Ísland og Ísland hefur lagt þunga áherslu á svæðisbundið samstarf á traustum vísindalegum grundvelli. Ísland tekur t.a.m. virkan þátt í Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC),Norðvestur Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO) og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og er samningsaðili að úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna sem myndar lagalegan ramma um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, m.a. í Norður Íshafi;Ísland er meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum og ekkert Norðurskautsríkjanna á jafn mikið undir fiskveiðum og Ísland;Ísland viðurkennir að óvissa ríki um framtíðarnýtingu fiskistofna á Norðurslóðum en leggur um leið áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla Íslands geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði;Ísland harmar að þrátt fyrir að hafa ítrekað farið fram á að vera þátttakandi í þessu starfi hafa ríkin fimm afráðið að halda Íslandi utan við samráð og undirbúning að umræddri yfirlýsingu;Þátttaka í viðræðum ríkjanna fimm hefur með réttu ekki verið skilyrt við að ríkin ættu efnahagslögsögu að Norður Íshafinu enda uppfylla hvorki Noregur né Færeyjar slíkar forsendur. Ísland hefur sömu réttindi og skyldur til að taka þátt í öllum viðræðum um framtíðarþróun fiskveiða á alþjóðlegum hafsvæðum í Norður Íshafi og því órökrétt með öllu að útiloka Ísland frá þátttöku;Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi að alþjóðalögum og er ekki gerð á vegum eða í nafni nokkurrar alþjóðastofnunar eða alþjóðasáttmála. Ísland er því óbundið af þessari yfirlýsingu en telur að nauðsynlegt sé að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, þ.m.t. í Norður Íshafi.Íslensk stjórnvöld munu áfram leggja áherslu á að þekking og reynsla Íslendinga á fiskveiðum í norðurhöfum nýtist við framtíðarstefnumótun í þeim málum og að Ísland sé viðurkenndur þátttakandi í samráði ríkjanna á jafnréttisgrundvelli.
Tengdar fréttir Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 23. júlí 2015 07:00