Fótbolti

Hættu við félagsskipti vegna Twitter-færslu leikmanns

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rey hefði eflaust fengið að kljást við Messi líkt og hluti Deportivo liðsins gerir hér.
Rey hefði eflaust fengið að kljást við Messi líkt og hluti Deportivo liðsins gerir hér. Vísir/Getty
Deportivo La Coruna hætti nýlega við kaup á spænska leikmanninum Julio Rey eftir að hafa komist að samkomulagi við félag hans og hann sjálfan um að hann gengi til liðs við Deportivo.

Rey sem leikur með Arosa SC í spænsku 3. deildinni skrifaði á Twitter-aðgang sinn fyrir þremur árum „Puta Deportivo,“ sem er hægt að skilja sem til fjandans með Deportivo. Upp komst um þetta þegar starfsmenn Deportivo fóru að grandskoða bakgrunn leikmannsins á internetinu.

Þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi hefur Deportivo ákveðið að hætta við félagsskiptin á síðustu stundu og greindu frá því að þeir vildu aðeins fá leikmenn sem sýndu virðingu fyrir félaginu, gildi þeirra sem og mótherjum þeirra. Julio Rey hefur nú eytt Twitter-aðgangi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×