Zach Johnson sigraði á Opna breska eftir dramatískan lokahring 20. júlí 2015 19:04 Johnson fagnar fugli á lokaholunni í dag. Getty Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira