Fótbolti

Rosenborg burstaði Lilleström

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn í leik með Rosenborg gegn KR á KR-vellinum.
Hólmar Örn í leik með Rosenborg gegn KR á KR-vellinum. vísir/valli
Rosenborg er með sjö stiga forystu á toppi norsku úvralsdeildarinnar eftir að liðið burstaði Rúnar Kristinsson og lærisveina í Lilleström, 5-0.

Norsku meistararnir voru í stuði í dag. Paal Andre Helland kom Rosenborg yfir og Johan Laedre Bjoerdal bætti við öðru markinu.

Bjoerdal var aftur á ferðinni í síðari hálfleik eftir að Fred Friday hafði klikkað víti og í lokin bætti Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, við tveimur mörkum úr vítaspyrnu.

Finnur Orri Margeirsson kom inná sem varamaður síðustu sjö mínúturnar hjá Lilleström, en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður á nítjándu mínútu fyrir Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í vörn meistaranna.

Rosenborg er á toppnum með 45 stig, en Lilleström er í níunda sætinu með 24 stig. Rúnar Kristinsson þjálfar sem kunnugt liðið, en Árni Vilhjálmsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Fyrrum félagar Matthíasar í Start steinlágu fyrri Bodo/Glimt, 5-1. Guðmundur Kristjánsson lék allan tímann fyrir Start sem er í harðri fallbaráttu. Liðið er í þrettánda sætinu með nítján stig, þremur stigum frá fallsæti.

Aron Elís Þrándarson spilaði fyrstu 66 mínúturnar í 3-1 tapi Álasund gegn FK Haugesund í dag. Álasund er í ellefta sætinu með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×