Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 8. ágúst 2015 19:30 Rannsókn lögreglu á meintu mansali í Bolungarvík hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins Besta barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Jakob Valgeir ehf var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu. Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð. Lögreglan fékk bréfið til skoðunar. Það var hins vegar ekki fyrr en leitað var til Lárusar Benediktssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur í september í fyrra sem leitað var eftir aðstoð mansalsteymis að sunnan eins og Stöð 2 greindi frá í sumar. Lárus fundaði einnig með bæjarstjóra Bolungarvíkur og greindi honum frá því að málið myndi reynast skaðlegt fyrir bæinn. „Ég leitaði til Fjölmenningarseturs á Ísafirði og óskaði eftir ráðum frá þeim. Þau bentu mér á að senda þau bréf sem voru á pólsku í þýðingu til Reykjavíkur, sem ég og gerði og sendi til löggilts skjalaþýðanda. Uppfrá því afhenti ég lögreglu öll þau gögn sem ég hafði um málið. Það sem kom fram í þessum skjölum er kom að kjaramálum tók félagið að sér. Ég fundaði með bæjarstjóranum hér í Bolungarvík og félagsmálastjóra og gerði þeim grein fyrir því að málið skaðaði bæinn. Þetta gæti ekki verið gott til frásagnar fyrir bæinn ef rétt reyndist. Ég mataði lögregluna á öllu því sem ég fékk í framhaldinu og óskaði eftir því að þeir leituðu til mansalsteymis til aðstoðar við rannsóknina og reyndi að fara eins faglega í þetta og hægt var.“ Lárus ítrekar að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð og segir sögusagnir um fjárkúgun í fiskvinnslunni hafa verið á kreiki í nokkur ár. Hann segir málið erfitt til rannsóknar. „Bolvíkingar fylgjast ekki mikið með þessum málum. Hins vegar var maður búinn að heyra sögur af þessu á götunni. Að þetta væri búið að standa yfir í nokkur ár. En það var aldrei leitað til félagsins fyrr en í september í fyrra. Ég geri mér alveg grein fyrir því að svona mál eru erfið til rannsóknar. Það hafa fallið dómar í þremur mansalsmálum. Það var sýknudómur í tveimur þeirra. Og það hafa verið til rannsóknar þrjátíu mál á Íslandi á síðustu tveimur, þremur árum í sambandi við mansal.“ Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. 13. júlí 2015 18:30 Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. 29. júlí 2015 19:30 Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. 14. júlí 2015 19:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Rannsókn lögreglu á meintu mansali í Bolungarvík hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins Besta barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Jakob Valgeir ehf var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu. Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð. Lögreglan fékk bréfið til skoðunar. Það var hins vegar ekki fyrr en leitað var til Lárusar Benediktssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur í september í fyrra sem leitað var eftir aðstoð mansalsteymis að sunnan eins og Stöð 2 greindi frá í sumar. Lárus fundaði einnig með bæjarstjóra Bolungarvíkur og greindi honum frá því að málið myndi reynast skaðlegt fyrir bæinn. „Ég leitaði til Fjölmenningarseturs á Ísafirði og óskaði eftir ráðum frá þeim. Þau bentu mér á að senda þau bréf sem voru á pólsku í þýðingu til Reykjavíkur, sem ég og gerði og sendi til löggilts skjalaþýðanda. Uppfrá því afhenti ég lögreglu öll þau gögn sem ég hafði um málið. Það sem kom fram í þessum skjölum er kom að kjaramálum tók félagið að sér. Ég fundaði með bæjarstjóranum hér í Bolungarvík og félagsmálastjóra og gerði þeim grein fyrir því að málið skaðaði bæinn. Þetta gæti ekki verið gott til frásagnar fyrir bæinn ef rétt reyndist. Ég mataði lögregluna á öllu því sem ég fékk í framhaldinu og óskaði eftir því að þeir leituðu til mansalsteymis til aðstoðar við rannsóknina og reyndi að fara eins faglega í þetta og hægt var.“ Lárus ítrekar að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð og segir sögusagnir um fjárkúgun í fiskvinnslunni hafa verið á kreiki í nokkur ár. Hann segir málið erfitt til rannsóknar. „Bolvíkingar fylgjast ekki mikið með þessum málum. Hins vegar var maður búinn að heyra sögur af þessu á götunni. Að þetta væri búið að standa yfir í nokkur ár. En það var aldrei leitað til félagsins fyrr en í september í fyrra. Ég geri mér alveg grein fyrir því að svona mál eru erfið til rannsóknar. Það hafa fallið dómar í þremur mansalsmálum. Það var sýknudómur í tveimur þeirra. Og það hafa verið til rannsóknar þrjátíu mál á Íslandi á síðustu tveimur, þremur árum í sambandi við mansal.“ Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. 13. júlí 2015 18:30 Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. 29. júlí 2015 19:30 Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. 14. júlí 2015 19:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. 13. júlí 2015 18:30
Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. 29. júlí 2015 19:30
Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. 14. júlí 2015 19:00