Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍA 1-1 | Bróðurleg skipting stiga í Fossvoginum Árni Jóhannsson á Víkingsvelli skrifar 5. ágúst 2015 18:30 Ívar Örn Jónsson skoraði sigurmark Víkings gegn Val í síðustu umferð. vísir/andri marinó Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn