Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍA 1-1 | Bróðurleg skipting stiga í Fossvoginum Árni Jóhannsson á Víkingsvelli skrifar 5. ágúst 2015 18:30 Ívar Örn Jónsson skoraði sigurmark Víkings gegn Val í síðustu umferð. vísir/andri marinó Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira