Tvö mörk á þriggja mínútna kafla undir lokin tryggðu Selfossi 3-1 sigur á Val í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.
Selfoss er enn í 4. sæti deildarinnar, nú með 26 stig. Valur er hins vegar í 6. sætinu og hefur tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 2-12.
Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfossi yfir á 16. mínútu með marki af vítapunktinum en Mist Edvardsdóttir jafnaði metin níu mínútum síðar, einnig úr vítaspyrnu.
Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 84. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir kom heimakonum aftur yfir.
Það var svo jamaíski framherjinn Donna Kay Henry sem gulltryggði sigur Selfyssinga.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
