Körfubolti

Ímyndin skiptir mig miklu máli

Jordan ásamt Charles Barkley er þeir voru enn að spila.
Jordan ásamt Charles Barkley er þeir voru enn að spila. vísir/getty
Michael Jordan fór í mál við matvörubúð fyrir að nota mynd af sér ólöglega.

Þó svo búðin sé farin á hausinn þá er málið fyrir rétti núna. Jordan gefur ekki þumlung eftir enda verndar hann ímynd sína fram í rauðan dauðann.

„Ég hef lokaorðið með allt sem hefur með nafn mitt að gera. Ég hef alltaf viljað vernda mína ímynd því hún skiptir mig miklu máli," sagði þessi besti körfuboltamaður allra tíma í vitnastúkunni.

Lögmaður Jordan sagði dóminum að nafn Jordan væri 64 milljarða króna virði fyrir Nike. Vitni sagði síðan fyrir dóminum í gær að Jordan hefði þénað rúma 13 milljarða króna á síðasta ári út á vörur tengdar hans nafni.

Nú er það kviðdóms að ákveða hversu háar skaðabætur Jordan á að fá í þessu máli en matvörubúðin hefur viðurkennt að hafa notað mynd af honum í leyfisleysi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×