Audi rafmagnsbíll með 500 km drægni og 500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 10:28 Audi veðjar nú í sífellt meira mæli á bæði tvíorkubíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent