Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Stjarnan 4-0 | FH-ingar niðurlægðu Íslandsmeistarana Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 17. ágúst 2015 09:59 Vísir/anton FH niðurlægði Íslandsmeistarana í Stjörnunni í kvöld með öruggum 4-0 sigri í Kaplakrika í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Andleysi einkenndi leik gestanna úr Garðabænum og nýttu FH-ingar sér það vel. FH þurfti á þremur stigum að halda í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar en á sama tíma eru ríkjandi Íslandsmeistarar Stjörnunnar um miðja deild. Var þetta í fyrsta sinn sem liðin mættust í Kaplakrika frá 2-1 sigri Stjörnunnar í október síðastliðnum þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á kostnað FH með marki í uppbótartíma.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. FH-ingar voru með yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar í fyrri hálfleik en andlausir Stjörnumenn ógnuðu ekki marki FH-inga í eitt skipti. Kom besta tilraun Garðbæinga úr tilviljunakenndu skoti fyrir utan vítateig FH-inga. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins ellefu mínútur en þar var að verki markahrókurinn Atli Viðar Björnsson. Datt þá boltinn fyrir Atla í vítateig Stjörnunnar eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar og Atli lék á miðvörð Stjörnunnar og renndi boltanum í hornið. Rúmlega tíu mínútum síðar bætti Bjarni Þór Viðarsson við öðru marki FH af stuttu færi og aftur var það eftir fyrirgjöf Böðvars. Böðvar átti þá aukaspyrnu sem fór inn á markteig og þaðan stýrði Bjarni boltanum í þaknetið. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar virtist hafa vakið leikmenn sína til lífsins fyrstu mínútur seinni hálfleiks en leikmenn liðsins virtust loksins tilbúnir að berjast. Sú barátta entist hinsvegar ekki lengi en eftir þriðja mark FH dó allur baráttuandi í Stjörnuliðinu. Atli Guðnason komst þá á blað með laglegu skoti af vítapunktinum. Stýrði hann boltanum í netið eftir fyrirgjöf og gerði endanlega út um leikinn. Þrátt fyrir skiptingar vöknuðu Stjörnumenn ekki til lífsins og bættu FH við fjórða marki sínu í leiknum um miðbik hálfleiksins með einu af fallegustu mörkum sumarsins. Sundurspiluðu leikmenn FH gestina úr Garðabæ sem endaði á því að Atli Guðnason sendi fyrirgjöf á Emil Pálsson sem stangaði boltann í netið af stuttu færi. Eftir fjórða mark FH datt allur kraftur úr leiknum og sigldu FH-ingar sigrinum örugglega heim. Afar sannfærandi sigur og setja FH-ingar pressu á KR sem á leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Það var lítil ógn við mark FH í leiknum en þetta var í fyrsta skiptið síðan 7. júní sem FH-liðið hélt hreinu í leik í Pepsi-deildinni. Liðið var afar sannfærandi í varnarleiknum og hefði getað bætt við fleiri mörkum hefðu þeir þurft þess. Aftur á móti er ekki sjón að sjá Stjörnuliðið í ár ef miðað er við tímabilið í fyrra. Það var enginn kraftur í leik liðsins í kvöld og virðast leikmenn liðsins einfaldlega vera að bíða eftir að tímabilinu ljúki. Stigasöfnun liðsins fyrstu vikurnar gerir það að verkum að sæti liðsins í Pepsi-deildinni er líklegast tryggt en með spilamennsku á borð við þá sem boðið var upp á í kvöld mun liðið ekki bæta við mörgum stigum.Atli Guðna: Innst inni vildu menn svara fyrir leikinn í fyrra „Þetta eru bara þrjú stig eins og öll hin en það er vissulega gott að spila jafn vel og við gerðum í dag,“ sagði Atli Guðnason, besti leikmaður vallarins í kvöld. „Við erum búnir að vera á hálfum hraða mikið í sumar en loksins tókst okkur að spila vel allar nítíu mínútur leiksins. Þetta var besta spilamennska okkar í deildinni í sumar allaveganna.“ Atli sagði að leikur liðanna á síðasta tímabili hefði nýst liðinu vel við undirbúninginn. „Innst inni vildu menn svara fyrir það sem gerðist í fyrra og þetta situr auðvitað að einhverju leyti í mönnum. Þetta var gott tilefni til þess að svara fyrir tapið í fyrra.“ Atli gerði endanlega út um leikinn í seinni hálfleik með þriðja marki FH og lagði síðar upp fjórða mark liðsins. „Þriðja markið kláraði leikinn, það er alltaf hættulegt að vera með tveggja marka forskot. Svo var bara boðið upp á smá samba í fjórða markinu,“ sagði Atli léttur.Jóhann: Vantaði allan neista í okkar leik „Þetta er ekki byrjunin sem ég vildi, þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Jóhann Laxdal, niðurlútur eftir leikinn. Jóhann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Stjörnunnar í ár en átti ásamt liðsfélögum sínum í töluverðum vandræðum í leiknum. „Við mættum bara ekki til leiks. Við einfaldlega buðum þeim upp á þessi mörk sem þeir skoruðu og það vantaði allan neista í okkar leik,“ sagði Jóhann sem tók undir að þetta hefði verið lélegasti leikur liðsins í sumar. „Það er erfitt að koma í viðtöl eftir svona en þetta var sennilega lélegasti leikurinn okkar í sumar. Andleysið í okkar leik var ótrúlegt.“ Jóhann sagði að undirbúningur liðsins hefði ekki gefið til kynna að leikurinn færi slíkt og hann gerði. „Við ætluðum ekki að leyfa þeim að valta yfir okkur en þeir gerðu það og við gátum ekkert gert í því. Við fengum smá neista í leik okkar í lok fyrri hálfleiks en þeir svöruðu með marki í byrjun seinni hálfleiks.“ Jóhann viðurkenndi að það hefði verið gott að leika í fyrsta sinn í langan tíma í nítíu mínútur. „Það er það eina jákvæða í þessu. Það var gott fyrir lungun að fá að hlaupa og kynnast fótbolta aftur en það var það eina jákvæða í þessu. Leiðin liggur aðeins upp á við eftir þetta.“vísir/antonHeimir: Nýttum kantana vel „Jú ætli það ekki, það hefur verið góður stígandi í þessu undanfarnar vikur,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður hvort spilamennska liðsins í kvöld hefði verið sú besta á tímabilinu. „Við spiluðum vel í kvöld og þetta var sennilega ein af þeim bestu í sumar. Við náðum að láta boltann ganga mjög vel og vorum að nýta kantana vel í kvöld.“ FH hélt hreinu í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði og var Heimir ánægður með það. „Það var jákvætt að halda markinu hreinu. Mér fannst þeir ekki skapa mikið og það var líka jákvætt að ná að loka á sóknarleik þeirra.“ Heimir tók undir að leikur liðanna í fyrra hefði auðveldað undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. „Hann spilaði auðvitað inn í þetta allt saman. Það voru allir meðvitaðir um hvað þyrfti að gera hérna í kvöld.“ Með sigrinum náðu FH-ingar sex stiga forskoti á KR sem á leik til góða en Breiðablik er fjórum stigum á eftir FH. „Við settum meiri pressu á KR-ingana fyrir leikinn á fimmtudaginn, það munar sex stigum á okkur í dag. Það verður spennandi barátta næstu sex vikurnar og Breiðablik er búið að blanda sér á fullu í baráttuna.“Atli Guðnason var öflugur í kvöld.vísir/antonJóhann og félagar hafa ollið miklum vonbrigðum í sumar.vísir/antonFH-ingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.vísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
FH niðurlægði Íslandsmeistarana í Stjörnunni í kvöld með öruggum 4-0 sigri í Kaplakrika í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Andleysi einkenndi leik gestanna úr Garðabænum og nýttu FH-ingar sér það vel. FH þurfti á þremur stigum að halda í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar en á sama tíma eru ríkjandi Íslandsmeistarar Stjörnunnar um miðja deild. Var þetta í fyrsta sinn sem liðin mættust í Kaplakrika frá 2-1 sigri Stjörnunnar í október síðastliðnum þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á kostnað FH með marki í uppbótartíma.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. FH-ingar voru með yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar í fyrri hálfleik en andlausir Stjörnumenn ógnuðu ekki marki FH-inga í eitt skipti. Kom besta tilraun Garðbæinga úr tilviljunakenndu skoti fyrir utan vítateig FH-inga. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins ellefu mínútur en þar var að verki markahrókurinn Atli Viðar Björnsson. Datt þá boltinn fyrir Atla í vítateig Stjörnunnar eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar og Atli lék á miðvörð Stjörnunnar og renndi boltanum í hornið. Rúmlega tíu mínútum síðar bætti Bjarni Þór Viðarsson við öðru marki FH af stuttu færi og aftur var það eftir fyrirgjöf Böðvars. Böðvar átti þá aukaspyrnu sem fór inn á markteig og þaðan stýrði Bjarni boltanum í þaknetið. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar virtist hafa vakið leikmenn sína til lífsins fyrstu mínútur seinni hálfleiks en leikmenn liðsins virtust loksins tilbúnir að berjast. Sú barátta entist hinsvegar ekki lengi en eftir þriðja mark FH dó allur baráttuandi í Stjörnuliðinu. Atli Guðnason komst þá á blað með laglegu skoti af vítapunktinum. Stýrði hann boltanum í netið eftir fyrirgjöf og gerði endanlega út um leikinn. Þrátt fyrir skiptingar vöknuðu Stjörnumenn ekki til lífsins og bættu FH við fjórða marki sínu í leiknum um miðbik hálfleiksins með einu af fallegustu mörkum sumarsins. Sundurspiluðu leikmenn FH gestina úr Garðabæ sem endaði á því að Atli Guðnason sendi fyrirgjöf á Emil Pálsson sem stangaði boltann í netið af stuttu færi. Eftir fjórða mark FH datt allur kraftur úr leiknum og sigldu FH-ingar sigrinum örugglega heim. Afar sannfærandi sigur og setja FH-ingar pressu á KR sem á leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Það var lítil ógn við mark FH í leiknum en þetta var í fyrsta skiptið síðan 7. júní sem FH-liðið hélt hreinu í leik í Pepsi-deildinni. Liðið var afar sannfærandi í varnarleiknum og hefði getað bætt við fleiri mörkum hefðu þeir þurft þess. Aftur á móti er ekki sjón að sjá Stjörnuliðið í ár ef miðað er við tímabilið í fyrra. Það var enginn kraftur í leik liðsins í kvöld og virðast leikmenn liðsins einfaldlega vera að bíða eftir að tímabilinu ljúki. Stigasöfnun liðsins fyrstu vikurnar gerir það að verkum að sæti liðsins í Pepsi-deildinni er líklegast tryggt en með spilamennsku á borð við þá sem boðið var upp á í kvöld mun liðið ekki bæta við mörgum stigum.Atli Guðna: Innst inni vildu menn svara fyrir leikinn í fyrra „Þetta eru bara þrjú stig eins og öll hin en það er vissulega gott að spila jafn vel og við gerðum í dag,“ sagði Atli Guðnason, besti leikmaður vallarins í kvöld. „Við erum búnir að vera á hálfum hraða mikið í sumar en loksins tókst okkur að spila vel allar nítíu mínútur leiksins. Þetta var besta spilamennska okkar í deildinni í sumar allaveganna.“ Atli sagði að leikur liðanna á síðasta tímabili hefði nýst liðinu vel við undirbúninginn. „Innst inni vildu menn svara fyrir það sem gerðist í fyrra og þetta situr auðvitað að einhverju leyti í mönnum. Þetta var gott tilefni til þess að svara fyrir tapið í fyrra.“ Atli gerði endanlega út um leikinn í seinni hálfleik með þriðja marki FH og lagði síðar upp fjórða mark liðsins. „Þriðja markið kláraði leikinn, það er alltaf hættulegt að vera með tveggja marka forskot. Svo var bara boðið upp á smá samba í fjórða markinu,“ sagði Atli léttur.Jóhann: Vantaði allan neista í okkar leik „Þetta er ekki byrjunin sem ég vildi, þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Jóhann Laxdal, niðurlútur eftir leikinn. Jóhann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Stjörnunnar í ár en átti ásamt liðsfélögum sínum í töluverðum vandræðum í leiknum. „Við mættum bara ekki til leiks. Við einfaldlega buðum þeim upp á þessi mörk sem þeir skoruðu og það vantaði allan neista í okkar leik,“ sagði Jóhann sem tók undir að þetta hefði verið lélegasti leikur liðsins í sumar. „Það er erfitt að koma í viðtöl eftir svona en þetta var sennilega lélegasti leikurinn okkar í sumar. Andleysið í okkar leik var ótrúlegt.“ Jóhann sagði að undirbúningur liðsins hefði ekki gefið til kynna að leikurinn færi slíkt og hann gerði. „Við ætluðum ekki að leyfa þeim að valta yfir okkur en þeir gerðu það og við gátum ekkert gert í því. Við fengum smá neista í leik okkar í lok fyrri hálfleiks en þeir svöruðu með marki í byrjun seinni hálfleiks.“ Jóhann viðurkenndi að það hefði verið gott að leika í fyrsta sinn í langan tíma í nítíu mínútur. „Það er það eina jákvæða í þessu. Það var gott fyrir lungun að fá að hlaupa og kynnast fótbolta aftur en það var það eina jákvæða í þessu. Leiðin liggur aðeins upp á við eftir þetta.“vísir/antonHeimir: Nýttum kantana vel „Jú ætli það ekki, það hefur verið góður stígandi í þessu undanfarnar vikur,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður hvort spilamennska liðsins í kvöld hefði verið sú besta á tímabilinu. „Við spiluðum vel í kvöld og þetta var sennilega ein af þeim bestu í sumar. Við náðum að láta boltann ganga mjög vel og vorum að nýta kantana vel í kvöld.“ FH hélt hreinu í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði og var Heimir ánægður með það. „Það var jákvætt að halda markinu hreinu. Mér fannst þeir ekki skapa mikið og það var líka jákvætt að ná að loka á sóknarleik þeirra.“ Heimir tók undir að leikur liðanna í fyrra hefði auðveldað undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. „Hann spilaði auðvitað inn í þetta allt saman. Það voru allir meðvitaðir um hvað þyrfti að gera hérna í kvöld.“ Með sigrinum náðu FH-ingar sex stiga forskoti á KR sem á leik til góða en Breiðablik er fjórum stigum á eftir FH. „Við settum meiri pressu á KR-ingana fyrir leikinn á fimmtudaginn, það munar sex stigum á okkur í dag. Það verður spennandi barátta næstu sex vikurnar og Breiðablik er búið að blanda sér á fullu í baráttuna.“Atli Guðnason var öflugur í kvöld.vísir/antonJóhann og félagar hafa ollið miklum vonbrigðum í sumar.vísir/antonFH-ingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira