Fótbolti

Úrslitastund Stjörnustúlkna sýnd í beinni á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir. Vísir/Andri Marinó
Stjörnukonur geta í dag tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar takist þeim að vinna kýpverska liðið Apollon frá Limassol í dag.

Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum með sannfærandi hætti en aðeins eitt lið tryggir sér Meistaradeildarsætið.

Það er mikill hiti og molla á Kýpur þar sem riðillinn er spilaður og þær kýpversku hafa því forskot á íslensku stelpurnar sem eru ekki vanar að spila við svona aðstæður. Stjörnukonur tefla fram nýjum brasilískum leikmönnum og eru staðráðnar að koma liðinu áfram í útsláttarkeppnina.

Apollon Limassol nægir jafntefli eftir 8-0 sigur sinn á Hibernians frá Möltu í síðasta leik en markatala Stjörnunnar er þó aðeins einu marki verra.  Stjarnan vann 5-0 sigur á Hibernians og 4-0 sigur á færeyska liðinu KÍ frá Klaksvík.

Þetta er sannkölluð úrslitastund og mikið undir fyrir Íslandsmeistarana úr Garðabænum. Stjörnuliðið hefur verið á góðu skriði upp á síðkastið og nú er að sjá hvort þeim takist að slá út heimastúlkurnar.

Vísir og Sporttv mun sýna leikinn í beinni útsendingu en aðeins verður þó hægt að horfa leikinn hér heima á Íslandi.

Leikur Stjörnunnar og Apollon Limassol hefst klukkan 16.00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×