Körfubolti

LeBron borgar tæplega 42 milljónir dollara fyrir háskólanám barna

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron er ljúfmenni.
LeBron er ljúfmenni. vísir/getty
LeBron James, einn besti körfuboltamaður heims, hefur ákveðið að styrka skólann í Akron-fylki í Ohio þar sem hann vill að 1100 krakkar fái fjögurra ára háskólanám.

NBA-stjarnan er farinn í samstarf við Akron-skólann, en hann sagði í samtali við ESPN að hans áætlun sé að veita ellefu hundruð börnum gott nám. Það myndi kosta stórstjörnuna tæplega 42 milljónir dollara samkvæmt núverandi skólakjörum.

LeBron horfir þangað vegna þess að hann ólst upp í svipuðu hverfi og Akron-fylki er, en hann greindi frá þessu á blaðamannafundi á fimmtudag.

„Þessir námsmenn hafa stóra drauma og ég er ánægður að geta gert allt sem ég get gert til þess að hjálpa þeim. Þeir þurfa að vinna fyrir þessu, en ég er spenntur að sjá hvað þessi börn gera vitandi af skóla í þeirra nágrenni,” sagði LeBron.

Skólinn og LeBron James Family Foundation eins og það heitir eru enn að klára samningana, en Akron tilkynnti á dögunum að háskólinn ætti í miklum fjárhagslegum erfiðleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×