Emil Hallfreðsson var á skotskónum fyrir Hellas Verona í 3-1 sigri á Foggia í ítölsku bikarkeppninni, en nokkrir leikir fóru fram í dag.
Foggia komst óvænt yfir með marki frá Giuseppe Loiacono á átjándu mínútu, en FH-ingurinn jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Staðan jöfn, 1-1, í hálfleik.
Sjá einnig: Þessi tími hefur liðið ótrúlega hratt
Markakóngur síðasta tímabilsins í ítölsku deildinni, Luca Toni, kom Hellas Verona aftur yfir, en Luca Toni bætti við öðru marki áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1.
Hellas er því komið áfram í bikarnum, en af öðrum úrslitum má nefna að Atlanta vann 2-0 sigur á Cittadella og Palermo og Cagliari þurftu að fara í framlengingu í sínum viðureignum.
Emil á skotskónum í bikarsigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn