Fótbolti

Stórsigur hjá Guðbjörgu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir í landsleik.
Guðbjörg Gunnarsdóttir í landsleik. vísir/getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í Lilleström stefna hraðbyri að norska meistaratitlinum í knattspyrnu, en Lilleström valtaði yfir Amazon Grimstad í dag, 7-2.

Lilleström var í banastuði í dag í LSK-höllinni og var staðan 5-0 þeim í hag í hálfleik. Þær bætu við tveimur mörkum í síðari hálfleik og fengu á sig tvö mörk, en Lilleström er með átta eg er stiga forskot á toppi deildarinnar.

Avaldsnes gerði 2-2 jafntefli við Trondheims-Ørn á heimavelli í sömu deild í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes sem er í öðru sætinu með 26 stig.

Klepp vann góðan 2-1 sigur á Arna Bjørnar, en þjálfari þar er FH-ingurinn Jón Páll Pálmason. María Þórisdóttir spilaði síðari hálfleikinn, en Klepp er í þriðja sætinu með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×