Framlög til heilbrigðismála aukast á næsta ári Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna.
Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira