Viðar Örn: „Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 19:00 Viðar Örn leikur knattspyrnu í Kina. vísir/getty „Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
„Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti