Fótbolti

Elmar og félagar upp í 3. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
AGF hefur bara tapað einum af fyrstu sjö leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni.
AGF hefur bara tapað einum af fyrstu sjö leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir AGF sem gerði markalaust jafntefli við Esbjerg í fyrsta leik 7. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Elmar og félagar eru í 3. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa unnið tvo leiki, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað einum leik. AGF er nýliði í deildinni.

Elmar hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum sjö deildarleikjum liðsins en hann kom til Árósaliðsins frá Randers fyrir þetta tímabil.

Elmar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hollandi og Kasakstan í byrjun næsta mánaðar.


Tengdar fréttir

Theódór Elmar: Verð að vera raunsær

Miðjumaðurinn var í viðtali í dönskum fjölmiðlum þar sem hann ræddi stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Segist hann vera tilbúinn að spila hvar sem er á vellinum fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×