Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 2-1 | Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson og Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 29. ágúst 2015 00:01 Stjörnukonur eru bikarmeistarar 2015. vísir/anton Stjörnukonur eru bikarmeistarar annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir 2-1 sigur á Selfossi í úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þessi sömu lið mættust einnig í bikarúrslitunum í fyrra þar sem Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur. Selfossliðið er með betra lið en í fyrra og leikurinn í ár var jafnari en útkoman var sú sama. Líkt og í leiknum fyrir ári fóru lokamínúturnar illa með Selfoss í dag. Þær komust yfir með frábæru marki Donnu Kay Henry á 62. mínútu og þannig var staðan fram á 82. mínútu þegar Poliana Barbosa Medeiros jafnaði metin eftir tíundu hornspyrnu Stjörnunnar í leiknum. Það var svo önnur hornspyrna frá Francielle Manoel Alberto sem skilaði sigurmarki Hörpu Þorsteinsdóttur sex mínútum seinna. Selfosskonur voru að vonum vonsviknar í leikslok en Garðbæingar fögnuðu vel og innilega. Stjörnukonur, sem eru svo gott sem búnar að missa af Íslandsmeistaratitlinum, sýndu mikinn styrk og kláruðu leikinn þrátt fyrir erfiða stöðu. Það er ekki tilviljun að þetta lið hefur unnið sex stóra titla á síðustu fimm árum. Það sást bersýnilega í dag.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir.Selfyssingar mættu mjög ákveðnir til leiks og settu mikla pressu á leikmenn Stjörnunnar. Sunnlendingar fóru af fullum krafti í öll návígi og Stjörnukonan Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk m.a. að finna fyrir því en hún var meira og minna utan vallar fyrstu 20 mínútur leiksins. Hún var á endanum tekin af velli á 41. mínútu og í hennar stað kom Lára Kristín Pedersen. Selfyssingar áttu ágætis upphlaup en sköpuðu sér fá afgerandi færi. Donna Kay Henry átti ágætis skot á 5. mínútu en annars gekk Stjörnukonum ágætlega að halda Selfyssingum frá marki sínu. Selfoss fékk samt eina dauðafæri fyrri hálfleiks þegar miðvörðurinn Heiðdís Sigurjónsdóttir skallaði yfir eftir hornspyrnu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Donna slapp svo í gegn skömmu fyrir hálfleik en náði ekki skoti á markið. Sú jamaíska var aftur á ferðinni á upphafsmínútu fyrri hálfleiks þegar hún átti skot í varnarmann Stjörnunnar úr fínni stöðu. En síðan tóku Stjörnukonur völdin, náðu betri tökum á miðjunni og létu boltann ganga betur en í fyrri hálfleik. Þeim gekk þó sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi en vörn Selfyssinga var sterk og Chante Sandiford örugg í markinu. Á 62. mínútu komust Selfyssingar yfir með fallegu marki Donnu. Eva Lind Elíasdóttir fékk þá boltann á vinstri kantinum, sendi fyrir á Donnu sem lagði boltanum fyrir sig og þrumaði honum svo með vinstri færi í fjærhornið, óverjandi fyrir Söndru Sigurðardóttur í marki Garðbæinga. Eftir markið settu Stjörnukonur mikla pressu á Sunnlendinga og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir komst fljótlega í tvö góð færi í sömu sókninni, setti boltann fyrst í slána og Chante varði svo seinna skotið frá henni. Stjarnan fékk líka hverja hornspyrnuna á fætur annarri og þær sköpuðu flestar mikla hættu.Selfoss stóð af sér þessa stífu pressu Stjörnunnar og fékk fín færi til að auka forskotið eftir skyndisóknir. Dagný Brynjarsdóttir átti þrjú skot á skömmum tíma og svo komst Eva Lind í dauðafæri eftir mistök Rachel Pitman en skaut í hliðarnetið. Það átti eftir að reynast dýrt. Á 82. mínútu jöfnuðu Stjörnukonur metin með marki hinnar brasilísku Poliönu. Landa hennar, Francielle, tók hornspyrnu frá vinstri, Anna María skallaði frá en beint á Poliönu sem skallaði boltann í markið með viðkomu í Thelmu Björk Einarsdóttur. Stjörnukonur voru komnar með blóðbragð á tennurnar og héldu áfram að sækja. Og á 88. mínútu kom Harpa Garðbæingum yfir eftir hornspyrnu Francielle og mikinn atgang í teignum. Anna Björk Kristjánsdóttir átti fyrst skot sem Chante varði, boltinn barst á varamanninn Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur sem átti skot í varnarmann. Þaðan sogaðist boltinn að Hörpu sem kom honum yfir línuna. Eftir þetta var Stjarnan líklegri til að bæta þriðja markinu við en Selfoss að jafna. Sunnlendingar virtust búnar á því og voru í raun heppnar að fá ekki á sig mark í uppbótartíma. Það braust svo út mikill fögnuður þegar Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Stjarnan fagnaði og vonbrigði Selfyssinga voru mikil, og skyldi engan undra.Selfoss kemst í 1-0Stjarnan jafnarStjarnan skorar sigurmarkiðÓlafur Þór: Sætara að vinna í spennuleik „Þetta var verulega sætt. Það er alltaf gaman að vinna eftir harða baráttu og við undir og vinna svo í lokin. Það var frábært,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þær notuðu aðeins vindinn, kick and run fótbolti. Boltinn var sendur langt fram á Dagný og svo átti að sjá hvað gerist og við vorum í vandræðum með það,“ sagði Ólafur um yfirburði Selfoss í fyrri hálfleik. „Eftir að við komum boltanum niður á völlinn og spila fótbolta þá áttum við seinni hálfleikinn.“ Það hefur verið mikið álag á Stjörnunni að undanförnu með þátttöku liðsins í Meistaradeild Evrópu. „Menn hafa talað um þreytu hjá okkur en við klárum þetta á úthaldinu og skynseminni í lokin og er ég virkilega ánægður með það. „Við erum búin að fá þrjú mörk á okkur gegn Selfoss í sumar fyrir þennan leik og öll eftir föst leikatriði. Það var alveg kominn tími til að svöruðum fyrir okkur í því,“ sagði Ólafur en bæði mörk Stjörnunnar í dag komu eftir hornspyrnu. Stjarnan vann Selfoss í fyrra 4-0 í úrslitunum og sagði Ólafur tilfinninguna ólíka frá því í fyrra. „Það er alltaf frábært að vinna en í svona leik, að vinna 2-1 í lokin er auðvitað meiri spennulosun og skemmtun. En það er alltaf gaman að taka á móti titlinum en það er öðruvísi stemning. Í fyrra var 4-0 og engin spenna í lokin en nú var spenna fram á seinustu og það er sætara.“Harpa: Þetta er ágætis hefð „Þetta gerist ekki sætara. Sigrar eru eiginlega alltaf sætari þegar maður lendir undir og er búinn að vera í basli og nær að snúa blaðinu við,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar í dag. „Bæði lið voru búin að mynda gríðarlega mikla stemningu í sínum heimabæjum fyrir þennan leik og það var ótrúlega gaman og mikilvægt fyrir okkur Garðbæinga að fá einn bikar heim. „Að sjálfsögðu bjargar þetta tímabilinu. Okkur finnst við vera bestar og þess vegna eru mikil vonbrigði að sjá Íslandsmeistaratitilinn fara eitthvað annað en þessi bikar á heima í Garðabænum,“ sagði Harpa. Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitlinum annað árið í röð í dag og í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta er ágætis hefð. Íslandsmeistaratitillinn er aðeins stærri titill en þetta er skemmtilegasti dagur ársins. „Þegar maður nær að leggja sitt að mörkum er frábært og það gleður mann,“ sagði Harpa um tilfinninguna að skora sigurmarkið rétt fyrir leikslok. „Það var frábær stemning í fyrra og ég held að allir hafi viljað gera enn betur í ár og það var æðislegt að sjá kvennaknattspyrnuna í dag,“ sagði Harpa en aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á úrslitaleik í bikarkeppni kvenna og var stemningin á vellinum frábær.Dagný: Vorum betra liðið í 80 mínútur „Þetta er virkilega svekkjandi. Mér fannst við betra liðið í 80 mínútur en við féllum of langt frá þeim í lokin sem sýndi ákveðið reynsluleysi,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir leikstjórnandi Selfoss. „Þær skora úr föstum leikatriðum þegar menn eru ekki klárir á sínum stöðum og þær refsa okkur fyrir það. „Við náum ekki að koma boltanum í burtu sem er lélegt hjá okkur og á ekki að koma fyrir en Stjarnan kláraði þetta kannski á reynslunni,“ sagði Dagný. Stjarnan vann úrslitaleik þessara sömu liða fyrir ári síðan 4-0 og var allt annað að sjá til Selfoss liðsins í dag en liðið leitar enn að fyrsta stóra titli sínum í meistaraflokki í fótbolta. „Við sköpum okkur miklu fleiri færi, bæði í fyrri hálfleik og seinni þó það hafi verið erfiðara á móti vindi í seinni en þetta er sárt því það lá ekkert í loftinu hjá þeim. „Við gáfum þeim of mörg horn í lokin þegar við hefðum getað hreinsað upp völlinn og þær refsa fyrir það. „Selfoss kemur reynslunni ríkari til leiks á næsta ári. Selfoss komst upp í Pepsí deildina 2012 og það er góður árangur að komast hingað annað árið í röð,“ sagði Dagný sem var ákaflega ánægð með stuðninginn í stúkunni. „Selfoss átti stúkuna. Þegar við komum út að hita þá voru allir í vínrauða í stúkunni. Þetta er ekki bara við heldur líka stuðningurinn á suðurlandi sem hjálpar okkur gífurlega,“ sagði Dagný.Ásgerður Stefanía: Sýnir hversu miklir sigurvegarar við erum „Þetta er held ég sætasti bikarúrslitaleikur sem ég hef spilað,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eftir að hafa tekið við bikarnum í dag. „Það sýnir bara hversu miklir sigurvegarar við erum. Þetta leit ekki vel út á 77. mínútu og við setjum svo tvö í andlitið á þeim. Það gera bara alvöru sigurvegarar. „Við komum okkur ekki inn í leikinn og Írunn (Þorbjörg Aradóttir) var útaf í korter af fyrstu 20 mínútunum og það var vesen. En við komum okkur út úr því. Þetta er sigurhefð. Við ætluðum ekki að koma út úr þessu tímabili titlalausar.“ Stjarnan hafði titil að verja líkt og í deildinni en Íslandsmeistaratitillinn blasir við Breiðabliki. „Við settum okkur það markmið að halda báðum titlum. Það er ekki að takst en við eigum enn markmiðið okkar í Evrópu og ætlum áfram þar,“ sagði Ásgerður sem sagði þennan bikar bjarga tímabilinu hjá Stjörnunni. „Þegar við erum með svona sóknarlínu og með svona mikið með okkur í leiknum þá hafði ég ekki áhyggjur þó við værum undir. Við spiluðum ekki betur en Selfoss leyfði okkur. Þær léku mjög vel í leiknum. „Við erum með gæða spyrnumenn og góða leikmenn í teignum og þetta var með okkur í lokin.“Gunnar: Örlítið meiri reynsla hefði skilað okkur bikar „Mér fannst við sýna ótrúlega mikil gæði í fyrri hálfleik og sýna hversu ótrúlega langt liðið er komið á fáum árum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Gunnar bar höfuðið hátt þó hann hafi átt erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. „Þetta er ótrúlegur árangur hjá svona ungu liði að mestu skipuðu heimamönnum. Örlítið meiri reynsla hefði skilað okkur bikar í dag. „Þær skora eftir klafs og taugaveiklun hjá okkur. Mér fannst síðustu 10 mínúturnar hjá okkur snúast um hvað við vorum hræddar um að vera að missa af þetta niður. „Við féllum niður á völlinn og gerðum ekki að sem við ætluðum að gera sem var að pressa á þær upp allan völlinn sem við gerðum framan af ótrúlega vel,“ sagði Gunnar Rafn sem sagði daginn og leikinn þó hafa verið frábæran enda leikurinn vel sóttur og liðin vel studd. „Svona leikir og dagar eru kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Frábær auglýsing.“Sandra: Að lenda undir kom okkur í gang „Á skalanum einn til tíu var þetta tuttugu,“ sagði skælbrosandi Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar. „Þetta gerist ekki sætara í svona leik þar sem þetta gat fallið hvoru megin sem var. Það er ótrúlega sætt að stela þessu í lokin. „Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik og náðum lítið að spila boltanum því þær voru fastar fyrir. Svo sýndum við karakter í seinni hálfleik.“ Selfoss komst yfir snemma í seinni hálfleik með marki sem virtist nokkurn vegin óverjandi. Það upplifiði Sandra eins. „Við fyrstu hugsun var þetta óverjandi. Hún klíndi boltanum nánast í skeytin en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Stjarnan svaraði af krafti eftir að hafa lent undir og sótti af meiri krafti en áður í leiknum. „Við höfum lent í þessu stundum í sumar, að lenda undir. Það er eins og það þurfi stundum til að koma okkur í gang og það gerði það í dag. „Við höfum ekki skorað mikið úr hornum. Það var barátta sem við unnum inni í teig og það var ótrúlega sterkt,“ sagði Sandra að lokum.Anna Björk: Við gefumst ekki upp „Að skora þegar tvær mínútur eru eftir er eins gott og það verður,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir varnarmaður Stjörnunnar. „Það er erfitt að bera þetta saman við hina bikarmeistaratitlana. Þetta verður eiginlega bara sætara með hverjum titlinum. „Núna og í fyrsta skiptið vinnum við með marki seint í leiknum en þetta er alltaf jafn sætt.“ Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitunum í fyrra og því var sigurinn í ár mjög ólíkur honum. „4-0 segir ekki alla söguna í fyrra. Þá settum við á þær í lokin. Þetta er gríðarlega sterkt lið sem við erum alltaf í vandræðum með. „Það verður ekki sætara en hvernig við unnum í ár en það sýnir líka karakterinn í liðinu. Við gefumst ekki upp og hættum ekki þó þetta væri ekki allt að ganga upp hjá okkur í sókninni,“ sagði Anna Björk.Donna Kay Henry fagnar marki sínu.vísir/antonStjarnan skoraði tvö mörk á sex mínútna kafla undir lok leiksins.vísir/anton Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Stjörnukonur eru bikarmeistarar annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir 2-1 sigur á Selfossi í úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þessi sömu lið mættust einnig í bikarúrslitunum í fyrra þar sem Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur. Selfossliðið er með betra lið en í fyrra og leikurinn í ár var jafnari en útkoman var sú sama. Líkt og í leiknum fyrir ári fóru lokamínúturnar illa með Selfoss í dag. Þær komust yfir með frábæru marki Donnu Kay Henry á 62. mínútu og þannig var staðan fram á 82. mínútu þegar Poliana Barbosa Medeiros jafnaði metin eftir tíundu hornspyrnu Stjörnunnar í leiknum. Það var svo önnur hornspyrna frá Francielle Manoel Alberto sem skilaði sigurmarki Hörpu Þorsteinsdóttur sex mínútum seinna. Selfosskonur voru að vonum vonsviknar í leikslok en Garðbæingar fögnuðu vel og innilega. Stjörnukonur, sem eru svo gott sem búnar að missa af Íslandsmeistaratitlinum, sýndu mikinn styrk og kláruðu leikinn þrátt fyrir erfiða stöðu. Það er ekki tilviljun að þetta lið hefur unnið sex stóra titla á síðustu fimm árum. Það sást bersýnilega í dag.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir.Selfyssingar mættu mjög ákveðnir til leiks og settu mikla pressu á leikmenn Stjörnunnar. Sunnlendingar fóru af fullum krafti í öll návígi og Stjörnukonan Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk m.a. að finna fyrir því en hún var meira og minna utan vallar fyrstu 20 mínútur leiksins. Hún var á endanum tekin af velli á 41. mínútu og í hennar stað kom Lára Kristín Pedersen. Selfyssingar áttu ágætis upphlaup en sköpuðu sér fá afgerandi færi. Donna Kay Henry átti ágætis skot á 5. mínútu en annars gekk Stjörnukonum ágætlega að halda Selfyssingum frá marki sínu. Selfoss fékk samt eina dauðafæri fyrri hálfleiks þegar miðvörðurinn Heiðdís Sigurjónsdóttir skallaði yfir eftir hornspyrnu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Donna slapp svo í gegn skömmu fyrir hálfleik en náði ekki skoti á markið. Sú jamaíska var aftur á ferðinni á upphafsmínútu fyrri hálfleiks þegar hún átti skot í varnarmann Stjörnunnar úr fínni stöðu. En síðan tóku Stjörnukonur völdin, náðu betri tökum á miðjunni og létu boltann ganga betur en í fyrri hálfleik. Þeim gekk þó sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi en vörn Selfyssinga var sterk og Chante Sandiford örugg í markinu. Á 62. mínútu komust Selfyssingar yfir með fallegu marki Donnu. Eva Lind Elíasdóttir fékk þá boltann á vinstri kantinum, sendi fyrir á Donnu sem lagði boltanum fyrir sig og þrumaði honum svo með vinstri færi í fjærhornið, óverjandi fyrir Söndru Sigurðardóttur í marki Garðbæinga. Eftir markið settu Stjörnukonur mikla pressu á Sunnlendinga og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir komst fljótlega í tvö góð færi í sömu sókninni, setti boltann fyrst í slána og Chante varði svo seinna skotið frá henni. Stjarnan fékk líka hverja hornspyrnuna á fætur annarri og þær sköpuðu flestar mikla hættu.Selfoss stóð af sér þessa stífu pressu Stjörnunnar og fékk fín færi til að auka forskotið eftir skyndisóknir. Dagný Brynjarsdóttir átti þrjú skot á skömmum tíma og svo komst Eva Lind í dauðafæri eftir mistök Rachel Pitman en skaut í hliðarnetið. Það átti eftir að reynast dýrt. Á 82. mínútu jöfnuðu Stjörnukonur metin með marki hinnar brasilísku Poliönu. Landa hennar, Francielle, tók hornspyrnu frá vinstri, Anna María skallaði frá en beint á Poliönu sem skallaði boltann í markið með viðkomu í Thelmu Björk Einarsdóttur. Stjörnukonur voru komnar með blóðbragð á tennurnar og héldu áfram að sækja. Og á 88. mínútu kom Harpa Garðbæingum yfir eftir hornspyrnu Francielle og mikinn atgang í teignum. Anna Björk Kristjánsdóttir átti fyrst skot sem Chante varði, boltinn barst á varamanninn Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur sem átti skot í varnarmann. Þaðan sogaðist boltinn að Hörpu sem kom honum yfir línuna. Eftir þetta var Stjarnan líklegri til að bæta þriðja markinu við en Selfoss að jafna. Sunnlendingar virtust búnar á því og voru í raun heppnar að fá ekki á sig mark í uppbótartíma. Það braust svo út mikill fögnuður þegar Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Stjarnan fagnaði og vonbrigði Selfyssinga voru mikil, og skyldi engan undra.Selfoss kemst í 1-0Stjarnan jafnarStjarnan skorar sigurmarkiðÓlafur Þór: Sætara að vinna í spennuleik „Þetta var verulega sætt. Það er alltaf gaman að vinna eftir harða baráttu og við undir og vinna svo í lokin. Það var frábært,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þær notuðu aðeins vindinn, kick and run fótbolti. Boltinn var sendur langt fram á Dagný og svo átti að sjá hvað gerist og við vorum í vandræðum með það,“ sagði Ólafur um yfirburði Selfoss í fyrri hálfleik. „Eftir að við komum boltanum niður á völlinn og spila fótbolta þá áttum við seinni hálfleikinn.“ Það hefur verið mikið álag á Stjörnunni að undanförnu með þátttöku liðsins í Meistaradeild Evrópu. „Menn hafa talað um þreytu hjá okkur en við klárum þetta á úthaldinu og skynseminni í lokin og er ég virkilega ánægður með það. „Við erum búin að fá þrjú mörk á okkur gegn Selfoss í sumar fyrir þennan leik og öll eftir föst leikatriði. Það var alveg kominn tími til að svöruðum fyrir okkur í því,“ sagði Ólafur en bæði mörk Stjörnunnar í dag komu eftir hornspyrnu. Stjarnan vann Selfoss í fyrra 4-0 í úrslitunum og sagði Ólafur tilfinninguna ólíka frá því í fyrra. „Það er alltaf frábært að vinna en í svona leik, að vinna 2-1 í lokin er auðvitað meiri spennulosun og skemmtun. En það er alltaf gaman að taka á móti titlinum en það er öðruvísi stemning. Í fyrra var 4-0 og engin spenna í lokin en nú var spenna fram á seinustu og það er sætara.“Harpa: Þetta er ágætis hefð „Þetta gerist ekki sætara. Sigrar eru eiginlega alltaf sætari þegar maður lendir undir og er búinn að vera í basli og nær að snúa blaðinu við,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar í dag. „Bæði lið voru búin að mynda gríðarlega mikla stemningu í sínum heimabæjum fyrir þennan leik og það var ótrúlega gaman og mikilvægt fyrir okkur Garðbæinga að fá einn bikar heim. „Að sjálfsögðu bjargar þetta tímabilinu. Okkur finnst við vera bestar og þess vegna eru mikil vonbrigði að sjá Íslandsmeistaratitilinn fara eitthvað annað en þessi bikar á heima í Garðabænum,“ sagði Harpa. Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitlinum annað árið í röð í dag og í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta er ágætis hefð. Íslandsmeistaratitillinn er aðeins stærri titill en þetta er skemmtilegasti dagur ársins. „Þegar maður nær að leggja sitt að mörkum er frábært og það gleður mann,“ sagði Harpa um tilfinninguna að skora sigurmarkið rétt fyrir leikslok. „Það var frábær stemning í fyrra og ég held að allir hafi viljað gera enn betur í ár og það var æðislegt að sjá kvennaknattspyrnuna í dag,“ sagði Harpa en aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á úrslitaleik í bikarkeppni kvenna og var stemningin á vellinum frábær.Dagný: Vorum betra liðið í 80 mínútur „Þetta er virkilega svekkjandi. Mér fannst við betra liðið í 80 mínútur en við féllum of langt frá þeim í lokin sem sýndi ákveðið reynsluleysi,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir leikstjórnandi Selfoss. „Þær skora úr föstum leikatriðum þegar menn eru ekki klárir á sínum stöðum og þær refsa okkur fyrir það. „Við náum ekki að koma boltanum í burtu sem er lélegt hjá okkur og á ekki að koma fyrir en Stjarnan kláraði þetta kannski á reynslunni,“ sagði Dagný. Stjarnan vann úrslitaleik þessara sömu liða fyrir ári síðan 4-0 og var allt annað að sjá til Selfoss liðsins í dag en liðið leitar enn að fyrsta stóra titli sínum í meistaraflokki í fótbolta. „Við sköpum okkur miklu fleiri færi, bæði í fyrri hálfleik og seinni þó það hafi verið erfiðara á móti vindi í seinni en þetta er sárt því það lá ekkert í loftinu hjá þeim. „Við gáfum þeim of mörg horn í lokin þegar við hefðum getað hreinsað upp völlinn og þær refsa fyrir það. „Selfoss kemur reynslunni ríkari til leiks á næsta ári. Selfoss komst upp í Pepsí deildina 2012 og það er góður árangur að komast hingað annað árið í röð,“ sagði Dagný sem var ákaflega ánægð með stuðninginn í stúkunni. „Selfoss átti stúkuna. Þegar við komum út að hita þá voru allir í vínrauða í stúkunni. Þetta er ekki bara við heldur líka stuðningurinn á suðurlandi sem hjálpar okkur gífurlega,“ sagði Dagný.Ásgerður Stefanía: Sýnir hversu miklir sigurvegarar við erum „Þetta er held ég sætasti bikarúrslitaleikur sem ég hef spilað,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eftir að hafa tekið við bikarnum í dag. „Það sýnir bara hversu miklir sigurvegarar við erum. Þetta leit ekki vel út á 77. mínútu og við setjum svo tvö í andlitið á þeim. Það gera bara alvöru sigurvegarar. „Við komum okkur ekki inn í leikinn og Írunn (Þorbjörg Aradóttir) var útaf í korter af fyrstu 20 mínútunum og það var vesen. En við komum okkur út úr því. Þetta er sigurhefð. Við ætluðum ekki að koma út úr þessu tímabili titlalausar.“ Stjarnan hafði titil að verja líkt og í deildinni en Íslandsmeistaratitillinn blasir við Breiðabliki. „Við settum okkur það markmið að halda báðum titlum. Það er ekki að takst en við eigum enn markmiðið okkar í Evrópu og ætlum áfram þar,“ sagði Ásgerður sem sagði þennan bikar bjarga tímabilinu hjá Stjörnunni. „Þegar við erum með svona sóknarlínu og með svona mikið með okkur í leiknum þá hafði ég ekki áhyggjur þó við værum undir. Við spiluðum ekki betur en Selfoss leyfði okkur. Þær léku mjög vel í leiknum. „Við erum með gæða spyrnumenn og góða leikmenn í teignum og þetta var með okkur í lokin.“Gunnar: Örlítið meiri reynsla hefði skilað okkur bikar „Mér fannst við sýna ótrúlega mikil gæði í fyrri hálfleik og sýna hversu ótrúlega langt liðið er komið á fáum árum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Gunnar bar höfuðið hátt þó hann hafi átt erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. „Þetta er ótrúlegur árangur hjá svona ungu liði að mestu skipuðu heimamönnum. Örlítið meiri reynsla hefði skilað okkur bikar í dag. „Þær skora eftir klafs og taugaveiklun hjá okkur. Mér fannst síðustu 10 mínúturnar hjá okkur snúast um hvað við vorum hræddar um að vera að missa af þetta niður. „Við féllum niður á völlinn og gerðum ekki að sem við ætluðum að gera sem var að pressa á þær upp allan völlinn sem við gerðum framan af ótrúlega vel,“ sagði Gunnar Rafn sem sagði daginn og leikinn þó hafa verið frábæran enda leikurinn vel sóttur og liðin vel studd. „Svona leikir og dagar eru kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Frábær auglýsing.“Sandra: Að lenda undir kom okkur í gang „Á skalanum einn til tíu var þetta tuttugu,“ sagði skælbrosandi Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar. „Þetta gerist ekki sætara í svona leik þar sem þetta gat fallið hvoru megin sem var. Það er ótrúlega sætt að stela þessu í lokin. „Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik og náðum lítið að spila boltanum því þær voru fastar fyrir. Svo sýndum við karakter í seinni hálfleik.“ Selfoss komst yfir snemma í seinni hálfleik með marki sem virtist nokkurn vegin óverjandi. Það upplifiði Sandra eins. „Við fyrstu hugsun var þetta óverjandi. Hún klíndi boltanum nánast í skeytin en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Stjarnan svaraði af krafti eftir að hafa lent undir og sótti af meiri krafti en áður í leiknum. „Við höfum lent í þessu stundum í sumar, að lenda undir. Það er eins og það þurfi stundum til að koma okkur í gang og það gerði það í dag. „Við höfum ekki skorað mikið úr hornum. Það var barátta sem við unnum inni í teig og það var ótrúlega sterkt,“ sagði Sandra að lokum.Anna Björk: Við gefumst ekki upp „Að skora þegar tvær mínútur eru eftir er eins gott og það verður,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir varnarmaður Stjörnunnar. „Það er erfitt að bera þetta saman við hina bikarmeistaratitlana. Þetta verður eiginlega bara sætara með hverjum titlinum. „Núna og í fyrsta skiptið vinnum við með marki seint í leiknum en þetta er alltaf jafn sætt.“ Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitunum í fyrra og því var sigurinn í ár mjög ólíkur honum. „4-0 segir ekki alla söguna í fyrra. Þá settum við á þær í lokin. Þetta er gríðarlega sterkt lið sem við erum alltaf í vandræðum með. „Það verður ekki sætara en hvernig við unnum í ár en það sýnir líka karakterinn í liðinu. Við gefumst ekki upp og hættum ekki þó þetta væri ekki allt að ganga upp hjá okkur í sókninni,“ sagði Anna Björk.Donna Kay Henry fagnar marki sínu.vísir/antonStjarnan skoraði tvö mörk á sex mínútna kafla undir lok leiksins.vísir/anton
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira