Í fyrsta sinn í sögu mótsins virðist vera meiri eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik mótsins í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á undan karlaflokki. Með sigri getur Serena Williams náð alslemmu (e. grand slam) í annað sinn á ferlinum, þ.e. sigrað öll stórmót ársins.
Serena sem getur með sigri á Opna bandaríska unnið sinn 22. risatitil á ferlinum og jafnað hina þýsku Steffi Graf í 2. sæti yfir flesta risatitla í flokki kvenna. Myndi hún á sama tíma saxa á Margaret Court, áströlsku tennisdrottninguna, sem hefur unnið flesta risatitla í kvennaflokki í tennis eða alls 24.
Þá getur Serena náð þeim áfanga að vinna alla fjóra risatitlana á sama ári, afrek sem aðeins Steffi Graf hefur náð þegar hún vann alla titlana árið 1988.
Opna bandaríska meistaramótið í tennis hefst á mánudaginn.
