Föstudagsviðtalið: Treystir sér til forystustarfa Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 28. ágúst 2015 09:00 Mér finnst að sumu leyti vera að lifna yfir fólki aftur. Það er mjög jákvætt. En auðvitað sýnir staðan að okkur hefur einhverstaðar mistekist,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar. Innanhússátök hafa verið í flokknum og formaður flokksins gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér á nýjan leik. Heiða Kristín Helgadóttir tekur sæti Bjartar Ólafsdóttur á þinginu í haust, en hún hefur verið einkar gagnrýnin á störf formannsins sem hún telur hafa skemmt fyrir flokknum. Er hægt að skrifa fylgistap flokksins á einn mann? „Það held ég nú alls ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að við tökum öll ábyrgð á því. Umræðurnar í flokknum hafa ekki síður verið um samskipti og starfið innan flokksins. Og þær eru sem betur fer dýnamískar og bjartsýnar, því þarna er ástríða fyrir pólitíkinni. Þessar áherslur okkar í pólitík um pólitíska siðbót, langtímahugsun umfram sérhagsmuni, áherslur á umhverfismál, mannréttindi og svo framvegis. Þetta á alvöru erindi. Björt framtíð á erindi en einhvers staðar hefur okkur mistekist að halda andanum eða allavega koma því almennilega til skila, þessar tölur sýna það,“ segir Óttarr og vísar í að samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn nánast þurrkast út undir forystu Guðmundar. „Það er naflaskoðun sem við verðum öll að taka saman og enginn undanskilinn.“Treystir sér til forystustarfa Hefur hann sjálfur íhugað að bjóða sig fram til formanns? „Ég er opinn fyrir því að taka að mér forystustörf,“ segir hann. „Ég hef þurft að fara í gegnum ákveðna sjálfsskoðun með það því það er ekki mín ástríða í pólitík að vera endilega á spíssinum. Í pólitíkinni vil ég gera gagn og hef alveg þurft að velta því fyrir mér hvort ég geri gagn í forystusveit. Þá finnst mér líka ákveðin ábyrgð verandi þingmaður flokksins að segja ekki: nei, ekki ég. Ég treysti mér til forystustarfa en er ekki svona alveg lagður af stað í eitthvað hlaup upp kantinn.“ Í átökunum sem geisað hafa innan flokksins hefur stundum verið talað um tvær fylkingar sem berjist innbyrðis. Óttarr segist ekki upplifa það þannig. „En það er svona kúltúrmunur – þetta er flokkur sem stofnaður var á sínum tíma upp úr Besta flokknum og hópum, einstaklingum héðan og þaðan, bæði sem höfðu verið virkir í pólitík áður eða voru að koma inn í fyrsta skipti, innblásnir og uppvægir eftir hrunið að taka þátt og ábyrgð. Það var viljandi gert á sínum tíma að stofna flokkinn sem stórt herbergi þar sem allir gætu verið með. Okkur hefur kannski ekki tekist nógu vel að ná þeim fjölbreytileika saman síðan í einhvern kúltúr.“ Hann segir málefnavinnuna ekki hafa þvælst fyrir í hópnum. En hefur þeim þá ekki mistekist að koma málefnum sínum á framfæri? „Ég hef ekki upplifað það þannig. Maður er í þessari stöðu sem þingmaður að manni finnst ganga voða vel en að einhverju leyti sýna viðvarandi fylgistölur að það er sambandsleysi, hvort sem það er við okkur sem persónur eða málefnin eða hvað það er, það er okkar vandamál,“ segir hann. Óttarr segir Bjarta framtíð standa fyrir samræðupólitík. „Við höfum þessa yfirlýstu stöðu að líta á okkur sem frjálslyndan miðjuflokk,“ segir hann. „Við viljum leggja áherslu á frjálslynda nálgun, einstaklingsnálgun, fjölbreytni til dæmis í þjónustu eða aðgengi að opinberum stofnunum og svo framvegis. Síðan eru sterkir rauðir þræðir í gegnum þetta allt saman. Það er annars vegar umhverfisþráðurinn – við skilgreinum okkur sem grænan flokk og það hefur verið stór hluti af okkur baráttu inn á þingi. Síðan sem mannréttindaflokk, við viljum leggja mannréttindagleraugun á flesta hluti. Fyrir mér er það frjálslynd stefna að þau séu tryggð. Að allir fái að taka þátt eins og hægt er og hafi jafna möguleika.“Silja MaggKvennalistinn vildi hann ekki Stjórnmálaferill Óttars hófst árið 2010 með Besta flokknum og segir hann afskipti sín af þeim eiginlega hafa byrjað af þeirri ákvörðun hans að fara aldrei út í stjórnmál. „Sem unglingur var ég aðeins að potast í ungliðastarfi með Alþýðubandalaginu, Kvennalistinn vildi mig ekki. Ég hrökklaðist beint út, fannst þetta ofsalega skrítið umhverfi og óþægilegt og tók þá ákvörðun að taka ekki þátt í stjórnmálum.“ Það var um áramótin 2009-10, sem Óttarr fékk símtal frá gömlum vini. „Það var Jón Gnarr, sem ég var orðinn vanur grallaraskap frá. Hann sagðist vera búinn að ákveða að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum. Flokkurinn ætti að heita Besti flokkurinn og spurði hvort ég vildi vera með. Ég var eins og allir eftir hrunið og Búsáhaldabyltinguna búinn að hugsa hvur andskotinn hefði gerst. Af hverju gerði maður ekkert til að koma í veg fyrir þetta. Og svo hugsaði ég að það væri ekki verra ef við gætum haft áhrif á umræðu eða eitthvað.“ Hann sló til og var orðinn borgarfulltrúi í Reykjavík nokkrum mánuðum seinna. „Við vorum komin inn í þetta ráðhús einhvern veginn, búið að læsa dyrunum á eftir okkur og við þurftum að díla við það.“ Hann segist oft hafa spurt sig síðan af hverju hann væri í stjórnmálum en hann sé þar til að gera eitthvað gagn. Hann segir það hafa komið sjálfum sér og mörgum samflokksmönnum á óvart hversu vel Besta flokknum var tekið og segir hann það mikilvægt að skera sig úr hópnum til að sýna ákveðna breidd. „Þegar ég fer á erlenda alþjóðlega fundi, þá finnst mér mikilvægt að ég sé í gulum jakkafötum, að það sé einhver einn í salnum sem sé ekki í gráum jakkafötum. Bara einhverjir svona smá hlutir sem mér finnst skipta máli. Og þó svo að pólitík sé oft voðalega skrítinn vinnustaður þar sem allir eru í vinnu við að vera óvinir, þá eru málin sem eru undir mjög merkileg,“ segir hann. Óttarr var kosinn inn á Alþingi árið 2013 og kann vel við sig þar. „Þegar ég upplifi svona mikil átök og stundum átök átakanna vegna, ef ég má orða það pent, þá getur það verið rosalega erfitt. Þegar manni finnst eins og verið sé að tefja mál eða reyna troða málum án umræðu í gegn eftir því hvorum megin í salnum fólk situr. Það getur farið í mínar fínustu taugar og valdið mér svefnleysi en inn á milli finnst mér þetta rosalega gaman. Málefnin eru æðisleg,“ segir hann. Hlakkar til að verða gamall karl Óttar er tónlistarmaður af lífi og sál og bókagrúskari út í gegn. Hann er forsprakki hljómsveitarinnar Ham sem var stofnuð á pönktímabilinu, þegar hann var í ákveðinni uppreisn. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og Bandaríkjunum til skiptis frá fimm ára aldri þar sem foreldrar hans voru í námi. „Ég held að það hafi haft mikil áhrif á mig til góðs að upplifa að vera svona hæfilega með fótinn í tveimur menningum. Það var svo mikill munur á þeim tíma. Ísland var svo lokaður heimur, í vöruúrvali, sumar plötur komu og aðrar ekki, Star Wars var frumsýnd tveimur árum eftir að hún var sýnd í Ameríku,“ segir hann. Í bekknum hans voru börn annarra háskólanema sem komu alls staðar að úr heiminum. „Maður upplifði heiminn nær sér,“ segir hann. „Ég kvarta ekki undan æskunni þó mér hafi fundist hún óbærileg meðan á henni stóð því ég var alltaf að bíða eftir því að verða fullorðinn og geta hætt þessu. Og núna get ég ekki beðið eftir því að verða gamall karl,“ segir hann. Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mér finnst að sumu leyti vera að lifna yfir fólki aftur. Það er mjög jákvætt. En auðvitað sýnir staðan að okkur hefur einhverstaðar mistekist,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar. Innanhússátök hafa verið í flokknum og formaður flokksins gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér á nýjan leik. Heiða Kristín Helgadóttir tekur sæti Bjartar Ólafsdóttur á þinginu í haust, en hún hefur verið einkar gagnrýnin á störf formannsins sem hún telur hafa skemmt fyrir flokknum. Er hægt að skrifa fylgistap flokksins á einn mann? „Það held ég nú alls ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að við tökum öll ábyrgð á því. Umræðurnar í flokknum hafa ekki síður verið um samskipti og starfið innan flokksins. Og þær eru sem betur fer dýnamískar og bjartsýnar, því þarna er ástríða fyrir pólitíkinni. Þessar áherslur okkar í pólitík um pólitíska siðbót, langtímahugsun umfram sérhagsmuni, áherslur á umhverfismál, mannréttindi og svo framvegis. Þetta á alvöru erindi. Björt framtíð á erindi en einhvers staðar hefur okkur mistekist að halda andanum eða allavega koma því almennilega til skila, þessar tölur sýna það,“ segir Óttarr og vísar í að samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn nánast þurrkast út undir forystu Guðmundar. „Það er naflaskoðun sem við verðum öll að taka saman og enginn undanskilinn.“Treystir sér til forystustarfa Hefur hann sjálfur íhugað að bjóða sig fram til formanns? „Ég er opinn fyrir því að taka að mér forystustörf,“ segir hann. „Ég hef þurft að fara í gegnum ákveðna sjálfsskoðun með það því það er ekki mín ástríða í pólitík að vera endilega á spíssinum. Í pólitíkinni vil ég gera gagn og hef alveg þurft að velta því fyrir mér hvort ég geri gagn í forystusveit. Þá finnst mér líka ákveðin ábyrgð verandi þingmaður flokksins að segja ekki: nei, ekki ég. Ég treysti mér til forystustarfa en er ekki svona alveg lagður af stað í eitthvað hlaup upp kantinn.“ Í átökunum sem geisað hafa innan flokksins hefur stundum verið talað um tvær fylkingar sem berjist innbyrðis. Óttarr segist ekki upplifa það þannig. „En það er svona kúltúrmunur – þetta er flokkur sem stofnaður var á sínum tíma upp úr Besta flokknum og hópum, einstaklingum héðan og þaðan, bæði sem höfðu verið virkir í pólitík áður eða voru að koma inn í fyrsta skipti, innblásnir og uppvægir eftir hrunið að taka þátt og ábyrgð. Það var viljandi gert á sínum tíma að stofna flokkinn sem stórt herbergi þar sem allir gætu verið með. Okkur hefur kannski ekki tekist nógu vel að ná þeim fjölbreytileika saman síðan í einhvern kúltúr.“ Hann segir málefnavinnuna ekki hafa þvælst fyrir í hópnum. En hefur þeim þá ekki mistekist að koma málefnum sínum á framfæri? „Ég hef ekki upplifað það þannig. Maður er í þessari stöðu sem þingmaður að manni finnst ganga voða vel en að einhverju leyti sýna viðvarandi fylgistölur að það er sambandsleysi, hvort sem það er við okkur sem persónur eða málefnin eða hvað það er, það er okkar vandamál,“ segir hann. Óttarr segir Bjarta framtíð standa fyrir samræðupólitík. „Við höfum þessa yfirlýstu stöðu að líta á okkur sem frjálslyndan miðjuflokk,“ segir hann. „Við viljum leggja áherslu á frjálslynda nálgun, einstaklingsnálgun, fjölbreytni til dæmis í þjónustu eða aðgengi að opinberum stofnunum og svo framvegis. Síðan eru sterkir rauðir þræðir í gegnum þetta allt saman. Það er annars vegar umhverfisþráðurinn – við skilgreinum okkur sem grænan flokk og það hefur verið stór hluti af okkur baráttu inn á þingi. Síðan sem mannréttindaflokk, við viljum leggja mannréttindagleraugun á flesta hluti. Fyrir mér er það frjálslynd stefna að þau séu tryggð. Að allir fái að taka þátt eins og hægt er og hafi jafna möguleika.“Silja MaggKvennalistinn vildi hann ekki Stjórnmálaferill Óttars hófst árið 2010 með Besta flokknum og segir hann afskipti sín af þeim eiginlega hafa byrjað af þeirri ákvörðun hans að fara aldrei út í stjórnmál. „Sem unglingur var ég aðeins að potast í ungliðastarfi með Alþýðubandalaginu, Kvennalistinn vildi mig ekki. Ég hrökklaðist beint út, fannst þetta ofsalega skrítið umhverfi og óþægilegt og tók þá ákvörðun að taka ekki þátt í stjórnmálum.“ Það var um áramótin 2009-10, sem Óttarr fékk símtal frá gömlum vini. „Það var Jón Gnarr, sem ég var orðinn vanur grallaraskap frá. Hann sagðist vera búinn að ákveða að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum. Flokkurinn ætti að heita Besti flokkurinn og spurði hvort ég vildi vera með. Ég var eins og allir eftir hrunið og Búsáhaldabyltinguna búinn að hugsa hvur andskotinn hefði gerst. Af hverju gerði maður ekkert til að koma í veg fyrir þetta. Og svo hugsaði ég að það væri ekki verra ef við gætum haft áhrif á umræðu eða eitthvað.“ Hann sló til og var orðinn borgarfulltrúi í Reykjavík nokkrum mánuðum seinna. „Við vorum komin inn í þetta ráðhús einhvern veginn, búið að læsa dyrunum á eftir okkur og við þurftum að díla við það.“ Hann segist oft hafa spurt sig síðan af hverju hann væri í stjórnmálum en hann sé þar til að gera eitthvað gagn. Hann segir það hafa komið sjálfum sér og mörgum samflokksmönnum á óvart hversu vel Besta flokknum var tekið og segir hann það mikilvægt að skera sig úr hópnum til að sýna ákveðna breidd. „Þegar ég fer á erlenda alþjóðlega fundi, þá finnst mér mikilvægt að ég sé í gulum jakkafötum, að það sé einhver einn í salnum sem sé ekki í gráum jakkafötum. Bara einhverjir svona smá hlutir sem mér finnst skipta máli. Og þó svo að pólitík sé oft voðalega skrítinn vinnustaður þar sem allir eru í vinnu við að vera óvinir, þá eru málin sem eru undir mjög merkileg,“ segir hann. Óttarr var kosinn inn á Alþingi árið 2013 og kann vel við sig þar. „Þegar ég upplifi svona mikil átök og stundum átök átakanna vegna, ef ég má orða það pent, þá getur það verið rosalega erfitt. Þegar manni finnst eins og verið sé að tefja mál eða reyna troða málum án umræðu í gegn eftir því hvorum megin í salnum fólk situr. Það getur farið í mínar fínustu taugar og valdið mér svefnleysi en inn á milli finnst mér þetta rosalega gaman. Málefnin eru æðisleg,“ segir hann. Hlakkar til að verða gamall karl Óttar er tónlistarmaður af lífi og sál og bókagrúskari út í gegn. Hann er forsprakki hljómsveitarinnar Ham sem var stofnuð á pönktímabilinu, þegar hann var í ákveðinni uppreisn. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og Bandaríkjunum til skiptis frá fimm ára aldri þar sem foreldrar hans voru í námi. „Ég held að það hafi haft mikil áhrif á mig til góðs að upplifa að vera svona hæfilega með fótinn í tveimur menningum. Það var svo mikill munur á þeim tíma. Ísland var svo lokaður heimur, í vöruúrvali, sumar plötur komu og aðrar ekki, Star Wars var frumsýnd tveimur árum eftir að hún var sýnd í Ameríku,“ segir hann. Í bekknum hans voru börn annarra háskólanema sem komu alls staðar að úr heiminum. „Maður upplifði heiminn nær sér,“ segir hann. „Ég kvarta ekki undan æskunni þó mér hafi fundist hún óbærileg meðan á henni stóð því ég var alltaf að bíða eftir því að verða fullorðinn og geta hætt þessu. Og núna get ég ekki beðið eftir því að verða gamall karl,“ segir hann.
Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira