Fótbolti

Lið Glódísar Perlu upp að hlið Rosengård á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Getty
Eskilstuna United, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur, komst upp að hlið Rosengård á toppi sænsku kvennadeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 sigur á Örebro í kvöld.

Rosengård og Eskilstuna eru nú bæði með 34 stig en Rosengård er með mun betri markatölu og situr því áfram í efsta sæti deildarinnar.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Eskilstuna United en hún hefur verið fastamaður í einu besta liði sænsku deildarinnar frá fyrsta leik.

Þetta var þriðji sigur Eskilstuna í röð og sjötti sigur liðsins í átta leikjum frá því að mótið fór aftur í gang eftir heimsmeistaramótið.

Gaelle Enganamouit skoraði annað mark Eskilstuna United á 62. mínútu leiksins en  Olivia Schough hafði áður komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Julia Spetsmark jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks. Sofie Persson innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar hennar í Kopparbergs/Göteborg FC unnu á sama tíma 1-0 heimasigur á Mallbacken IF Sunne. Arna Sif lék allan leikinn í miðri vörn Kopparbergs/Göteborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×