Níunda stórmót Ásdísar á sjö árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið í fremstu röð spjótkastara í heiminum um árabil. Grafík/Fréttablaðið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira